fbpx
Mánudagur 27.mars 2023
Eyjan

Verðbólga í boði „stjórnvalda og Seðlabankans“ vekur reiði

Eyjan
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðbólgan á Íslandi jókst í janúar og mælist ársverðbólga nú 9,9 prósent, eða 0,3 prósentum hærri heldur en í desember.  Þessar fregnir hafa verið blaut tuska framan í marga, enda hafa þær aðgerðir sem áttu að spyrna á móti verðbólgunni lagst hart á mörg heimili í landinu, einkum þegar kemur að vaxtahækkunum Seðlabankans annars vegar og á þá sem eru með verðtryggðar skuldir hins vegar.

Vakti það því litla gleði þegar hækkuð verðbólga var rakin til ákvarðana ríkisstjórnarinnar um hækkanir á gjöldum um áramótin. Var hart sótt að forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag vegna málsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði að ljóst væri af ákvörðunum ríkisstjórnarinnar að „breiðu bökunum er hlíft en heimilunum ekki.“

Til að toppa vitleysuna endanlega

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, ritaði grein sem bitist hjá Vísi í dag þar sem hann sagði verðbólguna í boði „stjórnvalda og Seðlabankans“.

Þar benti hann á að helstu áhrifaþættir verðbólgunnar væru gjaldskrárhækkanir hins opinbera á ökutæki og hækkanir á rafmagni og hita. Þetta blandist við hækkandi húsnæðiskostnað vegna stýrivaxtahækkanna. Svo bætist við almennar gjaldskrárhækkanir sem miði flestar við hækkandi verðbólgu sem þær svo sjálfar ýti undir.

„Til þess að toppa vitleysuna endanlega gæti svð Seðlabankinn tekið upp á því að hækka stýrivexti við næstu vaxtaákvörðun bankans, til að sporna við eigin skaða og hins opinbera. Verði það raunin er aðeins tvennt í stöðunni. Að gefast upp eða rísa upp.“

Ragnar segir að ekki megi gleyma því að það sé hækkun húsnæðisverðs sem hafi til þessa verið helsti drifkraftur verðbólgunnar og megi rekja það alfarið til þess að ekki hafi verið farið í mótvægisaðgerðir í kjölfar mikilla og skarpra vaxtalækkana.

„Eftir stendur almenningur í vonlausri stöðu gagnvart stjórnvöldum og Seðlabankanum sem ekki aðeins þvertaka fyrir stórkostleg mistök við efnahagsstjórn landsins heldur bæta og bæta á vandann. Fólkið flýr í. umvörpum yfir í verðtryggðu lánin sem aftur gerir stýrivexti að marklausu hagstjórnartæki. Spurningin er hver endanlegur fórnarkostnaður verður.“

Telur útlit fyrir frekari vaxtahækkanir

Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, furðar sig á hluta stjórnvalda í hækkaðri verðbólgu á Twitter.

Og segir að skuldabréfamarkaðurinn reikni nú með því að Seðlabankinn eigi eftir að hækka vexti um rúmlega 1 prósent í viðbót fyrir árslok.

Bjartsýn spá Íslandsbanka

Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, bendir þó á að samkvæmt spá Íslandsbanka er búist við að verðbólgan muni hjaðna á ný á næstu mánuðum. Samkvæmt spá bankans er það hækkun á bílverði sem helst olli hækkun nú í janúar og er spáð því að verðbólga muni hjaðna næstu mánuði þrátt fyrir þetta bakslag. Gangi spár eftir ætti verðbólga að mælast 8 prósent í apríl.

Formaður BHM, Friðrik Jónsson, vekur athygli á því að stjórnvöld hafi kosið leið gjaldhækkanna um áramót í stað þess að beita heldur öðrum skattaúrræðum eins og hækkun fjármagnstekjuskatts og auðlindagjalds. Fyrir það borgi landsmenn nú tvöfalt með hækkun verðbólgu.

Áhrifin hafi verið fyrirséð

Neytendastamtökin segja verðbólguna gífurleg vonbrigði en þetta hafi því miður verið fyrirséð.

„Hækkun verðbólgu í janúar er að mestu komin vegna hækkana á búsi, bílum og búvörum. Þessir kostnaðarliðir eiga það sameiginlegt að hið opinbera stýrir verði þeirra að verulegu leyti með álögum. Því miður virðist það ganga eftir sem stjórn Neytendasamtakanna benti á í umsögn um fjárlagafrumvarpið, að krónutöluhækkanir gjalda ríkisins skila sér beint út í verðbólguna.

Staðan er grafalvarleg og stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr verðbólgu.“

Róbert Farestveit, hagfræðingur, Alþýðusambands Íslands, sagði í samtali við RÚV í dag að verðbólgan hækki fyrst og fremst vegna hækkunar skatta og opinberra gjalda. ASÍ hafi áhyggjur af þessu í ljósi þess að varað hafi verið við þessu þegar fjárlagafrumvarpið var í vinnslu. Heppilegra hefði verið að fara aðrar leiðir við tekjuöflun. Hið opinbera sé nú að kynda undir verðbólguna.

Var Róbert þó einnig á þeirri skoðun að verðbólguhorfur séu enn þokkanlegar svo allt bendi til þess að verðbólgan hjaðni á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Samiðn handsalar samning við Orkuveitu Reykjavíkur

Samiðn handsalar samning við Orkuveitu Reykjavíkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vonlaus málstaður stjórnarmeirihlutans

Björn Jón skrifar: Vonlaus málstaður stjórnarmeirihlutans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR