fbpx
Mánudagur 27.mars 2023
Eyjan

Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar og fordæmir vinnubrögð ríkissáttasemjara

Eyjan
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 12:17

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling hafnar lögmæti miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari hefur ákveðið að leggja í dóm félagsmanna Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Efling fordæmir jafnframt vinnubrögð ríkissáttasemjara.

„Efling – stéttarfélag hafnar lögmæti miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í morgun. Tillagan var lögð fram með óeðlilegum flýti og án samráðs við Eflingu. Ríkissáttasemjari hefur að mati Eflingar brotið ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur um samráð við deiluaðila, sem ber að viðhafa áður en miðlunartillaga er lögð fram.“

Efling telur þar að auki að miðlunartillagan gangi gegn öllum venjum í samskiptum aðila vinnumarkaðs, en hefðin sé sú að miðlunartillögur taki mið af kröfum beggja. Miðlunartillaga í þessu máli feli í sér að „afstöðu annars aðilans er þröngvað upp á hinn“

Ekkert tillit hafi verið tekið til sjónarmiða Eflingar í tillögunni og fordæmir Efling þau vinnubrögð.

„Á blaðamannafundi í dag lét ríkissáttasemjari þess ógetið að til að miðlunartillögu sé hafnað skv. lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nægir ekki að henni sé hafnað af meirihluta greiddra atkvæða. Mótatkvæði þurfa auk þess að vera fjórðungur af öllum á kjörskrá. Þetta fyrirkomulag atkvæðagreiðslu er ólýðræðisleg og íþyngjandi, sem setur enn frekari spurningarmerki við það samráðsleysi sem embætti ríkissáttasemjara sýnir gagnvart Eflingu.“

Umrædd miðlunartillaga felur í sér tillögu að sambærilegum kjarasamningi og Starfsgreinasambandið hefur samið um, þar með talið afturvirkar launahækkanir frá 1. nóvember 2022. Stendur til að kosið verði um tillöguna eftir helgi og verður niðurstaðan bindandi fyrir bæði Samtök atvinnulífsins og Eflingu, verði tillagan samþykkt af félagsmönnum.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við mbl.is að ljóst sé að ríkissáttasemjari hafi brotið lög. Sjálf hafi hún frétt af miðlunartillögunni í gegnum þriðja aðila og hafi ríkissáttasemjari hótað henni aðgerðum ef hún mætti ekki til fundar.

„At­b­urðarrás­in er með svo mikl­um ólík­ind­um að það er erfitt fyr­ir mig á þess­um tíma­punkti að ná utan um það sem gerst hef­ur. Í okk­ar huga er ljóst að rík­is­sátta­semj­ari hef­ur brotið ákvæði laga um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. Brotið er fólgið í því að ekk­ert sam­ráð var haft við Efl­ingu en í lög­un­um þá ber að viðhafa sam­ráð við deiluaðila í aðdrag­anda þess að rík­is­sátta­semj­ari legg­ur fram miðlun­ar­til­lögu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Samiðn handsalar samning við Orkuveitu Reykjavíkur

Samiðn handsalar samning við Orkuveitu Reykjavíkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vonlaus málstaður stjórnarmeirihlutans

Björn Jón skrifar: Vonlaus málstaður stjórnarmeirihlutans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR