fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Arndís gagnrýnir Dani fyrir að hleypa ekki konum sem gengu til liðs við ISIS aftur inn í landið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 19:12

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra var til umræðu á Alþingi í gær en önnur umræða um frumvarpið hófst í byrjun vikunnar.

Um er að ræða breytingar á lögum um útlendinga frá 2016. Frumvarpinu er ætlað að auka skilvirkni við meðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Hefur frumvarpið verið umdeilt og mætt andstöðu hjá Pírötum, Viðreisn og Samfylkingunni. Meðal annars er tekist á um ákvæði þess efnis að umsækjendur sem hafa fengið höfnun á umsókn sinni um vernd skuli ekki njóta uppihalds og velferðarþjónustu eftir tiltekinn tíma.

Þingkona Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir, hefur verið mjög gagnrýnin á frumvarpið og í umræðum í gær sagði hún að það lýsti mannúðarskorti og virðingarleysi gagnvart fólki á flótta.

Frumvarpið byggir meðal annars á samskiptum við ríkisstjórnir á öðrum Norðurlöndum, ekki síst fræðsluferð mennta- og allsherjarnefndar til Noregs og Danmerkur síðastliðið haust. Arndís var meðal þeirra þingmanna sem fóru í þá ferð.

Sjá einnig: Bryndís segir málefni hælisleitenda í fastari skorðum í Noregi og Danmörku

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðislflokksins, bar upp andsvör við ræðu Arndísar í gær og spurði hvort hún hefði orðið vör við skort á mannúð og virðingarleysi gagnvart flóttafólki í löggjöf og framkvæmd útlendingamála hjá nágrannaríkjum okkar. Síðan sagði Diljá:

„Til að mynda þessi þjónustuskerðing sem háttvirtur þingmaður hefur gagnrýnt harðlega, hvort hún sé ekki framkvæmd á Norðurlöndunum einmitt og víðast hvar í Evrópu.“

Arndís þakkaði Diljá fyrir spurningarnar og sagði að í umræddri ferð hefði útlendingalöggjöf og framkvæmd hennar í Noregi komið henni ánægjulega á óvart. „Ég held að við getum margt lært af Noregi, til dæmis í sambandi við samstarf við sveitarfélög og annað. Þar eru hlutirnir sem við eigum að vera að einbeita okkur að, innviðirnir, hvernig við eigum að láta þetta ganga allt saman.“

Hins vegar gagnrýndi Arndís Dani harðlega fyrir harðneskju í garð fólks sem gengið hefur í raðir öfgasamtaka:

„Í Danmörku sá ég þessi viðhorf. Raunar mun verri en ég átti von á. En það tengdist málum sem hafa ekki komið upp hér á landi, sem eru konur sem fóru til Sýrlands og gengu til liðs við öfgahópa þar. Lenda síðan í ofbeldi. Þær eru danskir ríkisborgarar, eiga uppruna sinn í þessum ríkum en þær eru danskir ríkisborgarar og vilja koma til baka. Og þær eru sviptar ríkisborgararétti. En þær eiga börn og þá er auðvitað spurningin, eiga þessi börn ekki rétt á að koma? Og viðhorfin voru með ólíkindum. Ég varð örlítið slegin þegar danskur þingmaður talar þannig að það sé rosa ósanngjarnt af þessum konum að neita Danmörku um að taka börnin af þeim. Það var eins og dönsku þingmennirnir væru hneykslaðir á því að konurnar vildu koma með. Þær neita að leyfa börnunum að koma til Danmörku nema þær fái að koma með. Það fannst mér mjög sláandi.“

Arndís staðhæfði hins vegar að hvergi á Norðurlöndunum tíðkaðist sú þjónustuskerðing gagnvart hælisleitendum sem boðuð væri í þessu frumvarpi: „Nei,  hvergi á Norðurlöndunum er fólk svipt þjónustu alfarið og endanlega. Og í Danmörku, þar sem þau eru einna hörðust, sögðu þau einmitt: Að sjálfsögðu ekki. Við viljum ekki hafa fólk búandi undir brúm hérna. Það sögðu Danirnir. Við ætlum að ganga enn lengra.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG