fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Guðrún segir þjónustu bara fellda niður hjá þeim sem ekki sýna samstarfsvilja

Eyjan
Laugardaginn 26. ágúst 2023 13:00

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra birtir grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún vill hrekja rangar fullyrðingar um útlendingamál að undanförnu. Guðrún segir skilríkjaleysi ekki leiða til þess að þjónusta sé felld niður við hælisleitendur ef þeir sýna stjórnvöldum samstarfsvilja:

„Full­yrt er í umræðunni að fólk sem get­ur ekki út­vegað sér skil­ríki sé svipt þjón­ustu. Þetta er rangt. Ef ómögu­legt er að út­vega viðkom­andi skil­ríki af ástæðum sem ekki er hægt að kenna viðkom­andi ein­stak­lingi um, þá er þjón­usta ekki felld niður. Þjón­usta er ein­göngu felld niður hjá þeim sem ekki sýna neinn vilja til sam­starfs við yf­ir­völd um að út­vega ferðaskil­ríki.“

Þá segir Guðrún það ranghermi, sem haldið hefur verið fram, að skortur á gagnkvæmum samningum við erlend ríki komi í veg fyrir að hægt sé að útvega fólki skilríki:

„Hið rétta er að end­ur­viðtöku­samn­ing­ar eru ekki for­senda þess að hægt sé að afla skil­ríkja. Það eina sem kem­ur í veg fyr­ir að út­veguð séu skil­ríki er skort­ur á sam­vinnu viðkom­andi ein­stak­lings. Eng­inn sem er reiðubú­inn til að vinna með yf­ir­völd­um að lög­mætri niður­stöðu og þar með brott­för frá land­inu er svipt­ur þjón­ustu. Eina fólkið sem svipt er þjón­ustu 30 dög­um eft­ir end­an­lega synj­un eru þau sem neita að hlíta lög­legri ákvörðun stjórn­valda og vilja ekki vinna með yf­ir­völd­um að lög­mætri og réttri niður­stöðu sem er brott­för frá land­inu.“

Guðrún bendir á að með lögum skuli land byggja og allir þurfi að fara að lögum. „Það gild­ir einnig um ein­stak­linga sem hér eru í ólög­mætri dvöl. Þeim ber að fara að lög­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast