Það kom heldur illa við marga að heyra Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, tilkynna upp enn eina hækkun stýrivaxta til að sporna við verðbólgunni. Sérstaklega er tímasetningin óheppileg í ljósi þess að nýlega kom út tekjublað Frjálsrar verslunar og hátekjulisti Heimildarinnar þar sem sést hvað þeir sem eru fyrirferðamiklir í atvinnulífinu hér á landi eru með gífurlega háar tekjur. Jafnvel yfirmenn ríkisstjórnanna maka krókinn og Ásgeir sjálfur er með rúmlega 2,3 milljónir á mánuði og aðalhagfræðingur Seðlabankans er með tæpar 2,4 á mánuði.
Peningastefnunefnd Seðlabankans gekk í morgun lengra en spáð hafði verið og hækkaði meginvexti bankans um 50 punkta, eða úr 8,75 prósentum í 9,25 prósent, og það þrátt fyrir að verðbólga hafi undanfarið verið á niðurleið. Vísaði Seðlabankinn til þess að hætta væri á þrálátri verðbólgu og því þurfi enn að herða taumhald. Vextir hafa ekki verið eins háir og nú síðan í árslok 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Það sem kom fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar er að framlag húsnæðisliðar hafi minnkað, dregið hafi úr alþjóðlegum verðhækkunum og gengi krónunnar hækkað. Hins vegar hafi innlendar verðhækkanir reynst þrálátar og undirliggjandi verðbólga hafi minnkað hægar en mæld verðbólga. Ekki er ljóst hvernig hærri vextir eiga að hemja verðhækkanir fyrirtækja og hafa því ýmsir stigið fram í umræðuna í dag og fordæmt vaxtahækkunina og Seðlabankann fyrir að beina sjónum sínum ekki að raunverulegum gerendum í verðbólgunni heldur fremur að varnarlausum heimilum lág- og millitekju fólks, og enn og aftur sé ábyrgðinni varpað yfir á launþega í komandi kjaraviðræðum.
Formaður rafiðnaðarsamband Íslands, Kristján Þórður Snæbjarnarson, segir í yfirlýsingu að atlögunni þurfi að linna. Aukinni vaxtabyrði sé skellt á herðar heimilanna sem róa nú fjárhagslegan lífróður og langt sé til hafnar.
„Á sama tíma og vextir á almenning og fyrirtæki eru ítrekað hækkaðir, til að skerða lífskjör almennings, eru eigendur fjármagnsins tryggðir á láði og legi. Ekki virðist mega hrófla við því lögmáli að raunvextir fjármagnseigenda séu jákvæðir, sama á hverju dynur. Gegndarlausar verðhækkanir banka og annarra stórfyrirtækja sem mala gull í krafti stöðu sinnar eru fyrir löngu orðnar óverjandi. Það er orðið fullreynt að höfða til samvisku þessa hóps og hvetja til samfélagsábyrgðar. Önnur meðöl þarf til. Það er til dæmis orðið tímabært að stjórnvöld gangi fram með góðu fordæmi auk þess sem beita þarf vaxtakerfinu til að sporna við eyðslu þeirra sem vart vita aura sinna tal.“
Stjórnvöld geti ekki lengur skellt skollaeyrum við ástandinu. Peningastefna Seðlabanka Íslands hafi fyrir löngu gengið sér til húðar og þessari atlögu þurfi að linna. Tími breytinga sé runninn upp.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, spáði fyrir um vaxtahækkun í gær og sagði að Seðlabankinn hafi til þessa ekki hlustað á sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar. Mikill þrýstingur væri á Seðlabankanum að hækka vexti, sá þrýstingur komi frá greiningardeildum bankanna.
„Mér finnst eins og að þrýstingur frá greiningardeildum bankanna hafi haft meira vægi. Frekar en að þeir hafi eitthvað sérstaklega rétt fyrir sér.“
Verðbólgan eigi sér ýmsar skýringar sem hærri vextir muni ekki ná að bíta á. Að miklu leiti megi horfa til fjölda ferðamanna en Seðlabankinn virðist ekki hafa áhuga á að grípa inn í það mál. Ragnar sagði í samtali við Vísi í dag að Seðlabankinn sé að svara kalli um jákvætt raunvaxtastig svo að bankarnir megi græða meira. Stýrivaxtahækkun beinlínis vinni gegn markmiðum Seðlabankans.
„Af hverju er þá Seðlabankinn að hækka vextina? Einhverjum kann að finnast það óskiljanlegt. En skýringuna er að finna í því að Seðlabankinn er í einu og öllu að vinna fyrir fjármálakerfið og fara svívirðilega gegn heimilunum í landinu.“
Ásta Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir ekkert réttlæta „sífellda árásir á heimilin“. Hún fordæmir hækkunina og segist hafa áhyggjur af afdrifum heimila sem ekki geti staðið undir hærri greiðslubyrði lána og neyðist því til að færa sig yfir í verðtryggð lán.
„Verðtryggð lán veita eingöngu tímabundið svikaskjól en það mun hverfa áður en langt um líður og þá munu tugþúsundir heimila standa á bergangi, varnarlaus fyrir ásókn banka, sem eins og dæmin sanna munu ekki hika við að hirða af þeim húsnæðið og senda þau á götuna.“
Ásta og Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að vaxtalækkunarferli verði hafið án tafar og segir ábyrgðina á herðum ríkisstjórnarinnar og þeirra sem sitja í peningastefnunefnd.
Stefán Ólafsson, prófessor emeritus og sérfræðingur hjá Eflingu, segir í pistli sem hann birti hjá Vísi í dag að Seðlabankinn sé á „mjög sérstakri vegferð – sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir“. Stefán segir ljóst að vaxtahækkunin bitni mest á tekjulægri einstaklingum, yngra fólki á húsnæðismarkaði, einstæðum foreldrum og innflytjendum.
„Þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt“
Rök Seðlabankans haldi ekki vatni. Einkaneysla sé hætt að aukast og húsnæðismarkaðurinn sé nú þegar lokaður efnaminni fjölskyldum. Helmingur þjóðarinnar eigi erfitt með að ná endum saman og varla geti þeim verið kennt um að halda uppi eftirspurnaþenslu.
„Nei, öðru nær“ Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnaþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignastöðu.
Rökin á bak við hina öfgafullu stefnu Seðlabanka Íslands virðast því vera þess: „Nú er efnameiri helmingur þjóðarinnar að eyða of miklu (bæði heima og erlendis) og skal þá draga niður kjör efnaminni helmingsins svo um munar.“
Á sama tíma sé ferðaþjónustan í miklum vexti og flytji inn vinnuafl. Þessu skipti Seðlabankinn sér ekki af. Stefán telur því ljóst hvaða hagsmuna Seðlabankinn gætir – efnameiri helmingi þjóðarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar, segir óstjórn ríkja í efnahagsmálum á Íslandi og það bitni helst á lág- og millitekjufólki.
Á meðan almenningur sem ekki stundar auðsöfnun sér eignir sínar brenna upp gildna sjóðir þeirra efnameiri.
Við þurfum nýja ríkisstjórn fyrir almenning í landinu. Ríkisstjórn sem hefur sýn, kraft og hugmyndir um hvernig á að koma okkur út úr þessum skafli.— Helga Vala Helgadóttir 🌹🇮🇸🇺🇦 (@Helgavalan) August 23, 2023
Almenningur í landinu, eins og skoðanir endurspeglast í færslum á samfélagsmiðlum, hefur eins gagnrýnt þessar aðgerðir Seðlabankans og telja ljóst að hér sé verið að fórna neðri stéttum landsins til að lyfta þeim efnameiri á enn hærra plan.
Það eru til mun betri leiðir en þessi til að kæla niður neysluna sem drifin er áfram af þeim sem eiga mest. En það er bara einfaldara að ganga a millistéttina eins og alltaf. Há-tekju/- eignafólkið tæki auðvitað algert frekju meltdown ef við tækjum peninga úr umferð í gegnum þau!
— Þórður Einarsson (@doddi_111) August 23, 2023
Seðlabankinn er ekki að hækka vexti vegna þrýstings frá greiningadeildum bankanna eins og VR virðist halda. Hann bregst við breytingum í hagkerfinu s.s. spennu á vinnumarkaði og verðbólguvæntingum. Ekkert djúpríki hér…
— Johannes (@medaljoi) August 23, 2023
Ef ég væri þið myndi ég kaupa stock í stýrivöxtum, þau eru 9,25% upp nuna og þetta á bara eftir að hækka #StockMarket
— keli!!! (@Keli_kall) August 23, 2023
23. ágúst og enn hækka stýrivextir. Þetta gerir ekki rass nema skila auknum hagnaði til bankanna og greiðslubirgði heimila heldur áfram að aukast.
Hversu lengi ætlum við að halda þessari þvælu úti?
— Haukur Heiðar (@haukurh) August 23, 2023
Glæsilegt hvernig þessir trúðar sem lýstu yfir að lágvaxtastig væri komið til að vera, eru að ýta öllu eðlilegu fólki í verðtryggð lán. Þar með virkar þetta stjorntæki enn minna en áður á neyslu landans. Kjánar. https://t.co/aKX4cWtuPF
— Þórður Einarsson (@doddi_111) August 23, 2023
Kornið sem fyllir mælinn. Núna munu heimilin öll greiða upp húsnæðislánin og verðbólgan bara gufar upp.
— Kristján Va (@kristjanvalur) August 23, 2023
Spurðu ekki hvað íslenska krónan getur gert fyrir þig. Spurðu hvað þú getur gert fyrir íslensku krónuna.
— Örn Úlfar Sævarsson 🇺🇦 (@ornulfar) August 23, 2023
Bankarnir eftir enn eina vaxtahækkunina… #ógeðslegaÍsland #vanhæfríkisstjórn #aumingjar pic.twitter.com/M0r5qeb2lw
— Ragga (@Ragga0) August 23, 2023
Þessi stýrivaxtahækkun var mjög fyrirsjáanleg og er — í ljósi verðbólgu — mjög hófleg.
Hvað þarf til þess að hið opinbera og aðilar vinnumarkaðar láta sér skiljast að „það er nóg til“ af vöxtum í Seðlabankanum? Bankinn mun verja gjaldmiðilinn. https://t.co/N7BIQU0iNT
— Bláa öndin 𝕏 (@blaaondin) August 23, 2023
Er ekki sérstakur aðdáandi verðtryggingar og vaxtahækkanir bíta sannarlega fast…
en hvers vegna er nær hvergi bent á að ef einstaklingur sem festi óverðtryggðra vexti þegar þeir voru lægstir færir sig yfir í verðtryggt þá er greiðslubyrði viðkomandi hér um bil óbreytt?
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) August 23, 2023