fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Helzta kosningamál Norðmanna 2025 verður ESB aðild – Hvað verður hér?

Eyjan
Sunnudaginn 9. júlí 2023 14:00

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: 

„Sjálfstæðisflokkurinn“  norski, Høyre, sem reyndar er miklu sjálfstæðari, nútímalegri og frjálslyndari, en sá íslenzki – er svipaður og íslenzki Sjálfstæðisflokkurinn var fram til 1990/2000 – hélt landsfund sinn nýlega.

Erna Solberg, formaður flokksins, lagði til, að landsfundurinn staðfesti vilja flokksins til að Noregur gengi að fullu í ESB, en vildi láta umræðuna um aðild bíða fram á næsta ár. Norðmenn kjósa næst til Stortinget 2025, eins og við til Alþingis. Taldi Solberg full snemmt að fara í þessa umræðu.

Landsfundurinn var hins vegar ekki sammála formanni, og samþykkti fundurinn með tveimur þriðju greiddra atkvæða, að fara skyldi í allsherjar umræðu og harða sókn fyrir aðild Noregs að ESB án frekari tafa.

Fyrrverandi utanríkisráðherra flokksins, Ine Eriksen Søreide, sem gladdist mjög yfir þessari stefnumörkun fundarins, sagði m.a. þetta í lauslegri þýðingu:

„Sú framsókn og þær breytingar, sem eru að eiga sér stað í ESB, gerast mjög hratt. Greinilega má skynja, hvernig kraftur evrópskrar samvinnu og samstöðu magnast, sem leiðir til þess, að þeir, sem standa utan sambandsins, missa meir og meir af lestinni. Þessvegna er það þýðingarmikið að við, sem erum með skýra já-afstöðu til ESB-aðildar, tökum þátt í – eða miklu fremur – leiðum nýja umræðu um fulla aðild Noregs“.

Í framhaldi af landsfundu Høyre hélt svo landsstjórn Miljöpartiet De Grönne – MDG fund, þar sem ákveðið var, líka með miklum meirihluta, að stefna bæri á, að Noregur hefji aðildarviðræður við ESB með aðild að markmiði.

MDG hefur svipaða stefnu í umhverfis-, mannúðar-, Evrópu- og alþjóðamálum og Vinstri grænir hér ættu að hafa, en hafa ekki haft, þó að þau hafi nú nokkuð bætt úr, með hvalveiðibanni og einarðari afstöðu til mannúðarlegrar útlendingastefnu.

VG eini vinstri flokkurinn í Evrópu sem er á móti ESB-aðild

Vinstri grænir voru samt nýlega að samþykkja, á sínum landsfundi, að þau teldu, að Ísland væri bezt komið utan ESB, og, eftir því sem ég fæ bezt séð, er þá VG eini flokkurinn í Evrópu, sem telur sig vinna að vinstri/grænum markmiðum, sem er ekki hlynntur ESB-aðild. Undarlegt,

hvernig sterkir íhalds strengir blandast inn í stefnu VG. Skoðanir þar virðast sveiflast öfganna á milli; frá frjálslyndu og grænu vinstri til hægra afturhalds.

Þetta er þó ekki mál þessara skrifa.

Nýlega gerðist það svo líka, að helztu forustumenn verkamannaflokksins, Arbeiderpartiet, í Osló, hvöttu til nýrrar umræðu um aðild Noregs að ESB í ljósi þeirrar hröðu breytinga og þróunar, sem á sér stað í Evrópu um þessar mundir, þar sem samvinna og samstaðan styrkist og þýðing ESB, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim, vex hraðbyri.

Norðmenn tala nú um, að um 3 milljónir landsmanna hafi aldrei fengið að taka afstöðu til ESB-aðildar. Þetta eru auðvitað yngstu kynslóðirnar, sem ekki höfðu fengið kosningarétt, þegar Norðmenn kusu síðast um ESB-aðild árið 1994, en þá féll aðildin mjög naumalega.

Sterkar líkur á því að Norðmenn myndu samþykkja aðild

Skoðanakannanir benda til, að eftir því, sem Norðmenn eru yngri, sé afstaðan til ESB, Evru og Evrópu jákvæðari. Sterkar líkur benda því til þess, að, ef til þjóðaratkvæðis um fulla ESB-aðild kemur á næstunni, verði niðurstaðan í Noregi jákvæð, og það með afdráttarlausum hætti.

Fyrir skömmu var norska ríkissjónvarpið svo með umræðuþátt í sjónvarpinu, NRK1, þar sem fulltrúar helztu flokka landsins mættu og tjáðu sig um afstöðuna til þess, að umræðan um ESB-aðild Noregs væri aftur sett af stað, og, að þetta mál yrði gert að helzta kosningamálinu í næstu kosningum, 2025. Var ekki annað að heyra, en að menn væru sammála um það.

Ef litið er til þingstyrks (kosningar 2021) þeirra flokka, sem virðast styðja fulla ESB-aðild í Noregi, þá lítur hann svona út: Arbeiderpartiet (verkamannaflokkurinn) 48 þingmenn, Høyre (Sjálfstæðisflokkurinn) 36 þingmenn, Venstre (Viðreisn) 8 þingmenn og Miljöpartiet De Grönne- MDG (Vinstri grænir) 3 þingmenn. Alls eru þetta 95 þingmenn, en á Stortinget sitja alls 169 þingmenn. Kristelig Folkeparti (kristilegi þjóðarflokkurinn) gæti bætzt við lið já-manna, nú með 3 þingmenn.

Þessar afgerandi hræringar í Noregi ættu að leiða til þess, að við, Íslendingar, tökum ESB-aðildarmál okkar til gagngerrar skoðunar, með það markmið að leiðarljósi, að við munum líka taka til þess skýra afstöðu, í síðasta lagi í kosningunum 2025, hvort við viljum taka upp og ljúka samningaumleitunum um fulla ESB-aðild (og upptöku Evru).

Í framhaldi af þeim samningum, á grundvelli þeirrar niðurstöðu, sem þar fengist, yrði svo að kjósa um aðild.

Ef Noregur hneigist nú sterklega að fullri ESB-aðild og tryggir sér hana og Evru á næstu árum, er hætta á, að efnahags- og þjóðfélagsþróun, velferð okkar, myndi staðna eða steinrenna, okkur til óbætanlegs tjóns, ef við stæðum einir eftir – einangraðir og utangátta – utan ESB.

Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverndarsinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn