fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Stofnanir sem sekta aðrar stofnanir

Eyjan
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 10:12

Svarthöfði skrifar um ríkisstofnanir sem sekta aðrar stofnanir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau gleðitíðindi bárust í vikunni að ríkisstofnunin Persónuvernd hefði fundið nýja leið til að afla fjár í ríkissjóð. Nefnilega að sekta ríkisstofnunina Landlækisembættið um 12 milljónir vegna þess að einhverjir kunnáttumenn komust inn í gagnagrunninn Heilsuveru og fundu þar sónarmyndir af ófæddum börnum.

Kunningi Svarthöfða segir oft sögu frá þeim tíma sem sá vann í banka. Til hans kom maður með hugmynd sem gæti flokkast undir nýsköpun í fjármálaþjónustu. Hann vildi fá lán í bankanum, andvirði lánsins átti að leggja inn á bankabók og nýta vextina af innstæðunni til að greiða niður lánið.

Í hvert sinn sem Svarthöfði hlustar á þessa sögu, sem er alloft, undrast hann hvers vegna þessum „hringlánum“ hefur ekki verið bætt við framboð í þjónustu banka hér á landi og er þess handviss að svona snjöll hugmynd hefði ekki farið framhjá erlendum bönkum, hefðu þeir haft starfsemi hér á landi.

Sagan af tekjuöflun Persónuverndar kallar á hugrenningatengsl við þessa sögu kunningjans. Við blasir að embætti Landlæknis þarf að greiða þessa sekt að óbreyttu af sínu rekstrarfé sem … rennur til stofnunarinnar úr ríkissjóði. Þeim sama ríkissjóði og álögð 12 milljón króna sektin rennur í.

Það eru svona mál sem fá Svarthöfða til að skilja hvers vegna opinberum starfsmönnum fjölgar sífellt. Það geta ekki allir haft atvinnu af því að klippa hver annan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
01.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
31.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
26.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
25.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!