Í dag var haldinn fundur skiptastjóra þrotabús Torgs ehf. með kröfuhöfum. Til viðbótar við Óskar Sigurðsson, skiptastjóra, og samstarfsmenn hans hjá LEX lögmannsstofu, sóttu sex manns fundinn. Í upphafi fundar bar það til tíðinda að blaðamaður Morgunblaðsins var mættur og vildi sitja fundinn. Fram kom að hann átti enga kröfu í búið og hafði því ekki seturétt á fundinum. Honum var þá vísað kurteislega af fundi.
Fyrir fundinum lá tæmandi skrá yfir lýstar kröfur í búið. Samtals nema þær 500 milljónum króna fyrir utan kröfu hluthafa Torgs ehf. Samþykktar kröfur nema 236 milljónum króna.
Skiptastjóri heldur áfram að vinna að málefnum búsins, innheimta útistandandi tekjur og selja eignir. Unnið er að sölu á prentvél fyrirtækisins.