fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Ásmundur stígur til hliðar eftir Íslandsbankahneykslið

Eyjan
Laugardaginn 1. júlí 2023 18:49

Ásmundur Tryggvason hefur ákveðið að stíga til hliðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmund­ur Tryggva­son, fram­kvæmda­stjóri á sviði fyr­ir­tækja og fjár­festa hjá Íslands­banka, hef­ur ákveðið að stíga til hliðar. Krist­ín Hrönn Guðmunds­dótt­ir hef­ur verið ráðin í stað hans. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Íslands­banka í kvöld. Ásmund­ur hef­ur gegnt stöðunni frá árs­byrj­un 2019.

Brotthvarf Ásmundar kemur í kjölfar afsagnar Birnu Einarsdóttur, bankastjóra, í vikunni sem leið. Störf Ásmundar hafa sætt gagnrýni en í skýrslu fjár­mála­eft­ir­lits Seðlabanka Íslands(FME) sem gefin  um sölu bank­ans á 22,5% hlut ís­lenska rík­is­ins í bankanum á síðasta ári kom fram að  Ásmund­ur hafi sett sig í sam­band við reglu­vörslu bank­ans til að liðka fyr­ir kaup­um starfs­manna bank­ans.

Sjálfur keypti Ásmundur 96.108 hluti í útboðinu á 11,2 milljónir króna. Eins og DV fjallaði um á sínum tíma vöktu sú kaup athygli í ljósi þess að hann er eiginmaður Önnu Lísu Björnsdóttur sem er framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna.

Sjá einnig: Eiginmaður framkvæmdastjóra þingflokks Vinstri grænna keypti í Íslandsbanka

Krist­ín Hrönn hef­ur yfir 20 ára reynslu sem stjórn­andi á fjár­mála­mörkuðum. Hún stýrði teymi versl­un­ar og þjón­ustu meðal stærri fyr­ir­tækja á ár­un­um 2013-2019 og hef­ur síðan þá verið for­stöðumaður fjár­mála, rekst­urs og stefnu­mót­un­ar á sviðinu auk þess að sitja í lána­nefnd­um, efna­hags­nefnd og fjár­fest­ing­ar­ráði bank­ans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast