fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þórhallur hættir hjá Sýn – „Í haust voru átök um eignarhald í Sýn sem leiddu til breytinga á stjórn félagsins“

Eyjan
Föstudaginn 9. júní 2023 15:46

Þórhallur Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Gunnarsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri Fjölmiðla Sýnar. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar.

„Þórhallur hefur starfað síðustu fjögur ár sem framkvæmdastjóri Fjölmiðla Sýnar og hefur á þeim tíma umbreytt fjölmiðlastarfsemi félagsins til hins betra og vill félagið þakka honum kærlega fyrir hans framlag,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að upplýsingar um framtíðar skipulag fjölmiðlana verði tilkynnt þegar það liggur fyrir. Þórhallur verði í ráðgjafahlutverki fyrir félagið næstu mánuði.

Þórhallur sjálfur hefur greint frá starfslokunum í færslu á Facebook þar sem hann segist hafa  hugað að starfslokum síðan átök urðu um eignarhald í Sýn í haust, en þau átök hafi leitt til breytinga á stjórn félagsins. Þórhallur hafi þó ekki viljað segja skilið við Sýn um miðjan vetur, en nú sé tíminn kominn. Hann hafi tilkynnt forstjóra Sýnar frá þessari ákvörðun í dag og mun ekki hverfa strax á braut heldur vera til ráðgjafar hjá fjölmiðlunum næstu mánuði. Þórhallur segist stoltur af þeim árangri sem Sýn hafi náð seinustu fjögur árin og hafi hann verið sérstaklega heppinn með samstarfsfólk.

Færsla Þórhalls í heild sinni:

Kæra samstarfsfólk, kæru vinir…!
Í haust voru átök um eignarhald í Sýn sem leiddu til breytinga á stjórn félagsins. Þessu umskipti fengu mig til þess að hugsa hvort ég ætti ekki að huga að mínum eigin starfslokum hjá fyrirtækinu.
Mér fannst ekki tímabært að gera það á miðjum vetri enda erfitt að slíta sig frá jafn mögnuðu fólki og vinnur á fjölmiðlum Sýnar.

Núna er að mínu mati rétti tímapunkturinn og tilkynnti ég forstjóra félagsins ákvörðun mína í dag. Ég hverf þó ekki strax á braut heldur verð til ráðgjafar hjá fjölmiðlunum næstu mánuði.
En snúum okkur að því sem mestu máli skiptir. Samstarfsfólk mitt í fjölmiðlum fyrirtækisins hefur í einu orði sagt verið stórkostlegt og ég hugsa til þeirra með hlýju og þakklæti.

Það skiptir engu hvar borið er niður, hvort sem er á Stöð 2, Stöð 2 Sport, Fréttastofu, Vísi, útvarpi, auglýsingadeild, markaðsdeild, framleiðsludeild, dagskrárdeild, vöruþróun eða tæknideildum. .… Allt þetta einstaka fólk starfar af einskærri fagmennsku og ástríðu fyrir fjölmiðlum fyrirtækisins og hefur sýnt ótrúlega samheldni hvort heldur í meðbyr eða andstreymi.

Áskriftarstöðvarnar Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport hafa sýnt mátt sinn með gríðarlega öfluga innlenda dagskrárgerð í forgrunni og fyrir vikið hefur áskrifendum fjölgað mikið.

Fréttastofan hefur sjaldan verið kraftmeiri, Vísir er vinsælasti vefmiðill landsins, mikill meirihluti þjóðarinnar hlustar daglega á útvarpsstöðvar okkar og hlaðvarpsveitan Tal er í miklum vexti.

Ég er ákaflega stoltur af þeim árangri sem við höfum náð á þessum fjórum árum. Reksturinn er traustur og tekjur hafa aukist sem sýnir að hægt er að reka fjölmiðil á Íslandi með sóma.

Ég hef oft hugsað hversu heppinn ég hef verið með samstarfsfólk í gegnum árin, hvort sem það er á RÚV, Sagafilm eða hjá fjölmiðlum Sýnar.

Líklega er mín mesta gæfa að njóta þess að starfa með fólki sem er betra en ég á öllum sviðum.

Góðum árangri fjölmiðlanna get ég bara þakkað því dásamlega fólki fjölmiðlanna sem hefur staðið við bakið á mér í gegnum þykkt og þunnt þessi ár. Þessi drifkraftur, heiðarleiki, gleði og hlýja sem einkennir þau öll er lykillinn að góðum árangri.

Mig langar að nefna yfir 200 einstaklinga en læt duga að nefna leiðtoga hvers fjölmiðils fyrir sig sem ég veit að munu halda áfram að styðja okkar hæfileikaríka fólk með sama metnaði og hingað til.
Eva Georgs, Erla Björg, Þóra Clausen, Eiríkur Stefán, Mariam Laperashvili, Kolbrún Dröfn, Þórdís Valsdóttir, Kolbeinn Tumi, Kristín Kristinsdóttir, Ívar Guðmundsson og Auðun Bragi.
Fjölmiðlar Sýnar munu halda áfram að vaxa og dafna með þetta fólk í fararbroddi og framtíð þeirra er svo sannarlega björt.

Kæru félagar…! Það hefur verið draumi líkast að starfa með ykkur…! Nú ætla ég að láta aðra drauma rætast…!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn