fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
Eyjan

Gagnrýndi tásumyndir og óhóflegar launahækkanir – Hækkar sjálfur þrefalt meira en láglaunafólk og spókar sig nú í sólinni erlendis

Eyjan
Þriðjudaginn 30. maí 2023 10:39

Myndin er því miður samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið óspar á gagnrýnina á stýrivaxtahækkanir undanfarinna missera. Telur Ragnar að aðrar leiðir hafi verið færar til að bergjast við verðbólguna og sú leið sem farin hafi verið – vaxtahækkanir- bitni helst á almenningi og þá einkum þeim sem minna mega sín. Á meðan njóti fjármagnseigendur góðs af ástandinu og græði sem aldrei fyrr.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, hefur haldið því fram að ekki sé í gildi þjóðarsátt hérlendis um að ná tökum á verðbólgunni. Þetta megi til dæmis lesa úr kröfum vinnumarkaðarins sem hafi verið úr hófi háar í slæmu árferði. Eins hefur Ásgeir vísað í ferðalög Íslendinga erlendis, þaðan sem gjarnan eru birtar tásumyndir, sem vísbendingu um aukna einkaneyslu landsmanna sem þurfi að ná niður til að verðbólga hjaðni.

Ragnar Þór bendir nú á að þrátt fyrir þessa gagnýni sína virðist seðlabankastjórinn ekki fara eftir eigin tilmælum. Hann sé nú sjálfur að fara að fá væna launahækkun, sem nemi þrefaldri þeirri hækkun sem þeir lægst settu fengu, og sé þar að auki nú að spóka sig um erlendis, í sólinni.

Ragnar Þór skrifar á Facebook:

„Fjármálaráðherra, sem hækkar um 141.000 kr. í launum þann 1.júlí, kallar eftir ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar sem samdi um launahækkanir að hámarki 66.000 kr. en að meðaltali um 43.000 kr. fyrir þau lægst launuðu í síðustu kjarasamningum.
Seðlabankastjóri, sem hækkar í launum um ríflega þrefalt það sem hann telur of mikið fyrir þau lægst settu, spókar sig um í sólinni á erlendri grundu, eftir harða gagnrýni á pöpulinn fyrir að leyfa sér það sama. Hann kallar eftir aðhaldi á meðan hann ver milljörðum í innanhús breytingar í Seðlabankanum þar sem hvergi er sparað í lúxus.
Árið 2021 skiluðu fyrirtækin, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, sorphirðu, fjármála- og vátryggingastarfsemi, methagnaði eða um 761 milljarði fyrir skatta. Síðustu kjarasamningar á almennnum vinnumarkaði kostuðu innan við tíund af þeim hagnaði.
Bankarnir juku hreinar vaxtatekjur sínar um 26 milljarða fyrsta ársfjórðung þessa árs og Seðlabankinn bætir um betur með ríflegri stýrirvaxtahækkun til að tryggja enn frekari tilfærslu fjármagns og eigna frá skuldsettum heimilum í botnlausa hýt fjármálakerfisins.
Já það búa tvær þjóðir í þessu landi. Um það verður ekki deilt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill efla rannsóknir á notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni

Vilhjálmur vill efla rannsóknir á notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða