fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Aðgengi fjölmiðla að dómsmálum til umræðu á Alþingi

Eyjan
Miðvikudaginn 3. maí 2023 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, mun í dag mæla fyrir frumvarpi sínu um fjölmiðlaumfjöllun af dómsmálum. Markmið frumvarpsins er að skýra betur út ákvæði sem fjallar um frásagnir af skýrslutökum og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að stöðva alla umfjöllun um stór dómsmál í margar vikur í senn líkt og átti sér stað þegar stóra-kókaínmálið var tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Segir í tilkynningu frá Viðreisn að aðdraganda frumvarpsins megi rekja til ársins 2019 þegar samþykktar voru breytingar á lögum um meðferð sakamála og einkamála. Þessum breytingum hafi verið beitt til að hamla fjölmiðlaumfjöllun á meðan skýrslutökur standi yfir, líkt og átti sér stað í stóra-kókaínmálinu, þegar nokkurs konar fjölmiðlabann stóð yfir í um 7 vikur.

Segir í tilkynningu:

„Sigmar telur fjölmiðla meðal annars gegna mikilvægu hlutverki í því að standa vörð um traust almennings í garð dómstóla: „Hvaða þýðingu hefur það að dómsmál séu rekin fyrir opnum tjöldum ef enginn má síðan tala um þau? Þú getur litið á fjölmiðla sem fulltrúa þeirra sem ekki hafa tök á því að sitja réttarhöld en hafa samt áhuga á meðferð dómsmála á Íslandi.“

Verði frumvarpið samþykkt mun enn þá vera óheimilt að birta samtímafrásögn af því sem aðili máls eða vitni skýrir frá við skýrslutöku. Þannig verður stuðlað að því að umfjöllun valdi ekki sakarspjöllum með því að vitni geti fylgst hvert með öðru í rauntíma. Í staðinn verður þó tryggt að bannið gildi eingöngu yfir nauðsynlegan tíma, meðan skýrslutakan stendur yfir, en ekki þegar skýrslutökur fara fram marga daga eða vikur í senn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast