fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur fengið meira en nóg: „Við ráðum ekkert við það ef við erum svikin“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. apríl 2023 08:03

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvenær ætlar Seðlabankinn að sjá að þessi vegferð þeirra er löngu komin upp í brimgarð,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Tilefnið eru nýjar verðbólgutölur sem Hagstofa Íslands gaf út í gær en vísitala neysluverðs hækkaði um 1,31 prósent á milli mánaða. Hefur vísitalan hækkað um 9,9 prósent síðastliðna tólf mánuði.

Vilhjálmur bendir á að þetta gerist þrátt fyrir tólf stýrivaxtahækkanir í röð.

„Það skrautlegasta í þessu öllu saman er að 0,47% af hækkuninni er vegna svokallaðar „reiknaðar húsaleigu“ sem er hækkun á fasteignaverði og hækkandi vöxtum,“ segir Vilhjálmur og bætir við að það sé verðtryggingin sem er að valda hér hækkandi verðbólgu. Stýrivextir Seðlabankans bíti ekkert á hækkun á fasteignaverði þegar fólki er ýtt út í verðtryggð lán.

„Verðbólga í allri Evrópu er á hraðri niðurleið þátt fyrir að stýrivextir í Evrópu hafi hækkað einungis brot af því sem gerst hefur hér á landi. Hvenær ætlar Seðlabankinn að sjá að þessi vegferð þeirra er löngu komin upp í brimgarð,“ spyr Vilhjálmur og bætir við að afnám verðtryggingar sé forsenda fyrir því að stýrivaxtatæki Seðlabankans virki eins og það gerir í samanburðarlöndunum, enda sé verðtrygging á lánveitingum til heimila ekki heimiluð þar.

Margir taka undir með Vilhjálmi í færslunni og bendir einn á að henda þurfi húsnæðisliðnum út úr vísitölunni eins og samið var um í lífskjarasamningunum. Vilhjálmur er svo spurður af hverju „þið verkalýðsleiðtogarnir“ hafið aldrei kallað eftir efndum hvað þetta varðar.

„Heldur þú að það hafi ekki verið gert? Er meira segja inni í áherslum ASÍ sem verið er að vinna að á þinginu dag. Við ráðum ekkert við það ef við erum svikin,“ segir Vilhjálmur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“