fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð efins: Líst illa á að hælisleitendur fái allt að 3.000 evrur í styrk til brottfarar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 09:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lýsir miklum efasemdum við hugmyndir þess efnis að hælisleitendur geti fengið allt að þrjú þúsund evrur fyrir að yfirgefa landið sjálfviljugir.

Um er að ræða nýja reglugerð um „fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför“.

Í greinargerð með drögum að reglugerðinni, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, er bent á að yfirvöld hafi um árabil greitt fyrir heimför með fjárhagsaðstoð til að styðja við sjálfviljuga heimför þeirra útlendinga sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd.

Er nýju reglugerðinni ætlað að skapa aukinn fjárhagslegan hvata til að hlíta endanlegri niðurstöðu stjórnvalda um að yfirgefa landið, enda telst viðkomandi vera hér í ólöglegri dvöl.

Sigmundur Davíð lýsti efasemdum um þetta í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær og gagnrýndi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í ræðu sinni.

„Nú leggur hann til fyrst um sinn að boðið verði upp á greiðslur upp á allt að 3.000 evrur til þeirra sem hafa komið hingað og sótt um hæli en ekki átt rétt á hæli; farið í gegnum allt ferlið og ekki fengið hæli,“ sagði Sigmundur Davíð og benti á að það væri rétt að þetta sé eitthvað hafi verið gert annars staðar og það geti reynst ódýrara en að fylgja fólki út nauðugu með ærnum tilkostnaði.

„En enn á ný sjáum við á viðbrögðum þessarar ríkisstjórnar að það er ekkert hugað að forvörnum ef svo má segja. Það eru alltaf bara viðbrögð eftir orðinn hlut. Og hvað telja menn að þetta muni hafa í för með sér varðandi strauminn hingað,“ spurði Sigmundur Davíð og hélt áfram:

„Ef við lítum á að það sé áhyggjuefni að hingað komi fleiri einstaklingar til að sækja um hæli en til Danmerkur, væri þá ekki rétt að huga að straumnum? Hvaða áhrif mun það hafa á hann að ríkið lofi að ef þú ert búinn að fá stuðning til að fara í gegnum allt ferlið, jafnvel þó að þú virðist ekki eiga neinn rétt, ætli ríkið engu að síður að greiða út allt að 3.000 evrur?“

Jón Gunnarsson sagði í samtali við Vísi í gær að breytingin yrði til hagsbóta fyrir báða aðila, ríkið og viðkomandi sem fær synjun.

„Það er alveg ljóst að það er mjög kostnaðarsamt að vera með það sem við köllum þvingaðar brottfarir. Brottfarir í lögreglufylgd. Það er einnig dýrt ef fólk er að dvelja hér mikið lengur en lög gera ráð fyrir. Þá teljum við að það sé gagnkvæmur ávinningur af þessu. Fyrir þá einstaklinga sem hér eiga undir og við erum að létta undir með þeim að koma sér fyrir í sínu heimalandi að nýju. En að sama skapi teljum við ávinning af þessu fyrir ríkissjóð,“ sagði Jón við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben