fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Samþykktu að hækka laun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur – „Hér er um siðlausa aðgerð að ræða“

Eyjan
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 13:30

Stjórn Orkuveitur Reykjavíkur. Skúli Helgason, Valgarður Lyngdal, Þórður Gunnarsson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Gylfi Magnússon stjórnarformaður, Vala Valtýsdóttir og Guðveig Eyglóardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu Starfskjaranefndar fyrirtækisins að þóknun stjórnarmanna hækki um 7,5%. Það þýðir að stjórnarmenn fá greiddar 210.647 krónur á mánuði fyrir setu sína í stjórnina en stjórnarformaður fær greidd tvöföld laun eins og iðulega tíðkast.

Tillagan var samþykkt á stjórnarfundi OR þann 27. mars síðastliðinn en fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórn OR eru Gylfi Magnússon, sem er formaður, Vala Valtýsdóttir, sem er varaformaður, Skúli Helgason, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Þórður Gunnarsson. Þá er Valgarður Lyngdal fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórninni, Guðveig Eyglóardóttir er áheyrnafulltrúi  Borgarbyggðar og Unnur Líndal Karlsdóttir er áheyrnarfulltrúi Starfsmannafélags OR.

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks Fólksins, er allt annað en sátt við hækkunina í því árferði sem nú ríkir en rekstur Reykjavíkurborgar er járnum, svo vægt sé til orða tekið. „Hér er um siðlausa aðgerð að ræða þegar horft er til efnahagsástandsins í samfélaginu og hversu margir líða skort. Nær væri að lækka laun stjórnarmanna, alla vega tímabundið,“ segir Kolbrún.

Kolbrún Baldursdóttir.

Hún fullyrðir að ef meirihluti borgarstjórnar myndi leggja fram þá tillögu að lækka laun borgarfulltrúa þá myndi Flokkur Fólksins kvitta undir það.

„Við eigum að sýna samstöðu og ef eitthvað réttlæti er til í borginni þarf að hækka verulega bætur og lægstu laun fólks svo þeir allra verst settu geti átt hér sómasamlegt líf. Minnumst þess að stór hópur bágstaddra er á leigumarkaði þar sem það greiðir jafnvel 80% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu,“ segir Kolbrún.

Gylfi Magnússon, Vala Valtýsdóttir, Skúli Þór Helgason, Ragnhildur Alda María
Vilhjálmsdóttir, Þórður Gunnarsson, Valgarður Lyngdal Jónsson, Guðveig Eyglóardóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu