fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur stígur til hliðar til að fá konu í karlaklúbbinn í forystu ASÍ

Eyjan
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 14:17

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun hefst þing Alþýðusambands Íslands (ASÍ) þar sem ný forysta sambandsins verður skipuð. Fyrir helgi var greint frá því að Finnbjörn A. Hermannsson þæti líklegur arftaki Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar í embætti forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Með honum væri svo reiknað með Ragnari Þór Ingólfssyni, til að sitja í forystu ASÍ fyrir hönd VR, Vilhjálmi Birgissyni sem fulltrúa Starfsgreinasambandsins og að Kristján Þór taki svo sæti sem varaforseti. Þar með væru fjórir karlmenn í æðstu embættum sambandsins.

Hefur það nokkuð verið gagnrýnt. Meðal annars benti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á þessa stöðu í færslu á Facebook:

„Nú gerast menn innan Alþýðusambands Íslands mæðulegir mjög. Sú staða dregst upp að eintómir karlar stillist upp í forystusveit hins merka og sögulega fyrirbærir á þinginu sem haldið verður í lok apríl-mánaðar. Ég get ekki annað en fundið til meðaumkunar yfir karla-armæðunni.“

Vilhjálmur Birgisson hefur nú brugðist við þessari gagnrýni, en hann segir að hann muni ekki gefa kost á sér sjálfum fyrir hönd Starfsgreinasambandsins heldur fá til verksins konu.

„Töluvert hefur verið rætt um að ekki sé eðlilegt að í framboði til embættis forseta og varaforseta séu eingöngu fjórir karlmenn og ljóst er að það er ekkert óeðlilegt að ekki ríki sátt né samstaða um slíka uppröðun.

Til að svara þessu ákalli um að auka þyrfti hlut kvenna í forsetateymi ASÍ ákvað ég í samráði við flesta formenn innan SGS að bjóða mig ekki fram sem hluti af forsetateyminu heldur myndi SGS tilnefna öfluga konu fyrir hönd SGS.

Þetta er mitt framlag til þess að reyna eftir fremsta megni að stuðla að því að það skapist ekki ósætti inni á þingi ASÍ vegna kynjahalla á forsetateyminu enda algjörlega meinlaust af minni hálfu að vera utan þess.“

SGS hafi ákveðið að mæta sameinuð á þing ASÍ og berjast þar fyrir hagsmunum félagsmanna sinna sem og hagsmunum landsbyggðarinnar. Jafnvel þó Efling segi sig úr SGS þá yrði Starfsgreinasambandið áfram við það að vera stærsta landssambandið innan ASÍ með 43 þúsund félagsmenn á bak við sig.

„Innan Eflinga eru 28 þúsund félagsmenn. SGS er því með um 15 þúsund fleiri félagsmenn á bak við sig en Efling eitt og sér.

Eitt er víst að ef það raungerist að Efling fari út úr SGS eins og þau hafa boðað þá er og verður SGS enn risastórt og sterkt afl sem samanstendur af 18 aðildarfélögum vítt og breitt um landið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn