fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Uppskar mikil hlátrasköll fyrir fullyrðingu sína um Pírata í umræðunni um vantraustið

Eyjan
Fimmtudaginn 30. mars 2023 12:34

Óli Björn Kárason Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók til máls í umræðu sem nú á sér stað á Alþingi um vantrauststillögu sem flokkar minnihlutans, Píratar, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, hafa lagt fram gegn Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra.

Þar sagði Óli að það kæmi illa við hann hversu ríkjandi persónuleg andúð á mótherjum sé farin að vera í þingsalnum.

„Sú umræða sem að hefur farið hér fram um vantrauststillögu á dómsmálaráðherra er dálítið sérkennileg en um leið pínulítið áhugaverð. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að stjórnarandstaðan er samfærð um það að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé óhæf og eigi að fara frá völdum. Það er eðli stjórnarandstöðu á hverjum tíma.“

Óli tók þó fram að engin ríkisstjórn eða ráðherra geti verið án aðhalds og sé málefnaleg gagnrýni einn af hornsteinum lýðræðisins.

„En frú forseti, það skal játað að það hefur komið aðeins illa við mig að skynja það hversu persónuleg andúð á pólitískum andstæðingum er farin að vera ríkjandi þáttur hér í þessum þingsal á undanförnum mánuðum. Stjórnarandstaðan hefur ranglega haldið því fram að í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis til stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar sé komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi brotið lög. Það er rangt eins og allir þeir sem lesa minnisblaðið geta gert sér grein fyrir. Hvergi í minnisblaðinu, háttvirtur þingmaður, er því haldið fram að ráðherra hafi brotið lög.“

Þá var kallað úr sal, líklega frá þingkonu úr minnihlutanum, „Við hljótum þá að vera ólæs“

Mikið hlegið eftir fullyrðingu Óla um Pírata

Óli lét það þó ekki trufla sig og hélt áfram:

„Og það er rangt að halda því fram að ráðherra hafi bannað útlendingastofnun að afhenda Alþingi umbeðin gögn. En það vekur athygli mína, frú forseti, að enn einu sinni fæst staðfesting á því að Píratar marka stefnuna hjá stjórnarandstöðunni.“

Við þessi ummæli mátti heyra mikinn hlátur úr salnum.

„Taka forystu í upplaustsmálum. Flokkur fólksins, Viðreisn og Samfylkingin fylgja á eftir og eiga í fullu fangi með að halda í við Pírata.“

Þá var mikið hlegið og kallað úr salnum.

„Ég heyri það að þetta kemur illa við suma hér. Ég heyri það. En hvort að uppskeran verður eins og til er sáð fyrir þessa þrjá flokka sem fylgja Pírötum og leiðbeiningum þeirra og forystu, verður þannig að þau skili árangri á kjördegi á eftir að koma í ljós. Ég ætla að efast um það.

Hér í þessari umræðu hafa orð verið látin falla og sum stór, það hafa verið ýkjur og það hafa verið rangar fullyrðingar, en það hafa líka komið fram málefnaleg sjónarmið sem öllum er hollt að taka tillit til. Ráðherrum og þingmönnum. Ég vona, frú forseti, að okkur auðnist, eftir þessa umræðu og atkvæðagreiðslu, að snúa okkur að þeim verkefnum sem eru svo mikilvæg og bíða okkur og þjóðin vill að við sinnum.“

Einhverjir hafa þó tekið undir með Óla en við lok ræðu hans mátti heyra þó nokkra kalla – „Heyr, heyr“ úr salnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus