fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Eyjan

Skeljungur og AB gera samsstarfsamning

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. mars 2023 12:15

(F.v) Loftur Matthíasson og Ingi Fannar Eiríksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skeljungur og AB varahlutir hafa undirritað samstarfssamning um sölu á Shell smurolíum, Koch Cemi bílahreinsivörum og Förch. Með þessum samstarfssamningi munu fyrirtækin geta boðið upp á fjölbreyttari valkosti í vöruframboði sínu.

Ingi Fannar framkvæmdarstjóri sölu og rekstrar hjá Skeljungi segir um þetta:

„Við erum ánægð með að eiga samstarf við AB varahluti. Það gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreyttari vörur, sem við erum fullviss um að verði vel tekið. Við hlökkum til samstarfsins.“

 Loftur Matthíasson framkvæmdarstjóri AB varahluta er einnig mjög ánægður með samninginn:

„Við erum spennt að vinna með Skeljungi sem er rótgróið fyrirtæki á íslenskum markaði. Þetta samstarf er gott fyrir bæði fyrirtækin og viðskiptavini okkar. Samstarfið kemur á spennandi tíma fyrir bæði fyrirtæki, þar sem þau leitast við að auka vöruframboð sitt og breikka viðskiptavinahópinn. Með samstarfinu eru Skeljungur og AB varahlutir vel í stakk búin til að nýta ný tækifæri og auka vöxt.“

——–

Um Skeljung:

Starfsemi Skeljungs er á sviði sölu og þjónustu við fyrirtæki tengt orku. Fyrirtækið sér um dreifingu, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja og bænda. Þjónusta og sala til stórnotenda, til útgerða, í flug og verktöku er einnig hluti af starfseminni. Skeljungur er enn fremur umboðsaðili Shell á Íslandi auk þess að fara með eignarhald í Klett, Barki, EAK, Fjölveri og Ecomar.

Um AB-varahluti:

AB-varahlutir var stofnað árið 1996 og sérhæfir sig í sölu bifreiðavarahluta þar sem áhersla er lögð á að bjóða breitt vöruúrval. Fyrirtækið hefur ávallt lagt upp með að veita persónulega þjónustu og hefur byggt upp traustan hóp viðskiptavina.  AB- varahlutir reka verslanir í Reykjavík, Selfossi, Reykjanesbæ, Egilsstöðum og Akureyri. AB-varahlutir þjónusta hvort heldur sem er bifreiðaverkstæði og almenning og hafa það að markmiði að vera „þinn hagur í bílavarahlutum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Nóg komið af dyggðasýningum, slaufunarmenningu og kynlausum persónufornöfnum

Björn Jón skrifar: Nóg komið af dyggðasýningum, slaufunarmenningu og kynlausum persónufornöfnum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólrún og Hildur til liðs við Terra umhverfisþjónustu

Sólrún og Hildur til liðs við Terra umhverfisþjónustu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þessir þingmenn hafa eytt mestu skattfé í ferðalög – Bróðir seðlabankastjóra trónir á toppnum

Þessir þingmenn hafa eytt mestu skattfé í ferðalög – Bróðir seðlabankastjóra trónir á toppnum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum eftir að frumvarpið umdeilda flaug í gegn

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum eftir að frumvarpið umdeilda flaug í gegn