Sigþrúður Gunnarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Forlagsins. Hún er með menntun í íslensku og bókmenntum og hefur starfað hjá Forlaginu frá stofnun þess árið 2007 og þar áður hjá Eddu og Máli og menningu. Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins nýlega. Sigþrúður tekur til starfa 8. mars.
„Við fögnum því mjög að ein okkar öflugasta samstarfskona hefur fallist á að taka að sér þá auknu ábyrgð sem felst í starfi framkvæmdastjóra. Sigþrúður hefur sýnt það í störfum sínum að hún hefur brennandi áhuga á framgangi íslenskra bókmennta og við erum sannfærð um að starfið muni farast henni vel úr hendi,“ segir Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Forlagsins.
Jón Heiðar Gunnarsson tekur við sem markaðsstjóri og Stella Soffía Jóhannesdóttir gengur til liðs við Valgerði og Kolbrúnu á öflugri réttindastofu Forlagsins.