Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu SA og Eflingar, segir að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Vísir greinir frá þessu.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni en þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri SA, segiast bæði tilbúin að fresta boðuðum verkföllum og verkbönnum ef kallið kemur frá sáttasemjara.
Ástráður segir við Vísi að hann sé í sambandi við deiluaðila við að reyna að finna sameiginlegan flöt svo þau getið fundað á ný. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvenær nýr fundur verði boðaður. Segir hann jafnframt að hann íhugi að leggja fram nýja miðlunartillögu í deilunni.