100 ár eru liðin frá því að fyrsta konan, Ingibjörg H. Bjarnason, tók sæti á Alþingi 15. febrúar 1923, en hún var landskjörinn alþingismaður í kosningum 8. júlí 1922. Ingibjörg sat á þingi frá 1923 til 1930.
Í ávarpi sínu til kjósenda sagði hún um hlutverk sitt á Alþingi:
„ … mun ég álíta mig komna þangað til þess að gæta hagsmuna þjóðar minnar, svo sem ég best veit – til að fylgja því sem flestum má að gagni koma á sameiginlegu þjóðarheimili karla og kvenna. En auðvitað býst ég við að þau mál gætu komið fyrir, að ég sérstaklega yrði að gæta hagsmuna kvenna.“
Í tilefni þessa merku tímamóta er komið nýtt Þingsvar á vef Alþingis. Þemað að þessu sinni er konur á Alþingi.
Spreyttu þig og kannaðu hversu vel þú þekkir sögu kvenna á Alþingi, þingsvarið má finna hér.