Bifreiðaeigendur hafa margir velt fyrir sér hvar hægt er að fylla eldsneyti á bíla þeirra eftir að verkfall Eflingar hófst á hádegi í gær. Einhverjum bensínstöðvum var lokað strax í gær þegar síðustu droparnir runnu úr dælunum, en margar eru enn opnar og óþarfi að örvænta.
En hvar er til bensín?
Fjártæknivefurinn Aurbjörg hefur bætt upplýsingum á samanburðarsíðu vefsins fyrir eldsneytisverð hvaða stöðvar eru búnar með eldsneytið. Síðan verður uppfærð á klukkutíma fresti.
Síðuna má finna hér.