fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Fylgið hrynur af VG – Minnsta fylgið meðal lágtekjufólks en mest meðal hátekjufólks

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 09:00

Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þingkosningunum 2021 fengu Vinstri græn 12,6% fylgi. Í nýrri skoðanakönnun, sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið, mælist fylgi flokksins aðeins 5,9%. Þegar litið er á tekjudreifingu stuðningsfólks þá nýtur VG aðeins fylgis 2% lágtekjufólks en mesta fylgið sækir flokkurinn til hátekjufólks eða 10%.

Fréttablaðið hefur eftir Grétari Þór Eyþórssyni, stjórnmálafræðiprófessor við HA, að staða VG virðist bara versna og óvíst sé hversu lengi þetta geti haldið svona áfram. „Þetta getur orðið ógnun við ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta er ekki til að bæta baráttuandann innan flokksins,“ sagði hann.

Hann sagði nærtækt að skýra stöðuna með ríkisstjórnarsamstarfinu. Það hafi gengið ágætlega í heimsfaraldrinum en fjarað hafi undan VG. Takmörkuð ánægja sé innan flokksins með útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og ýmsar aðrar ákvarðanir.

Þegar litið er til tekjudreifingar kjósenda þá nýtur VG minnst stuðnings hjá lágtekjufólki, það er fólk með undir 400.000 í mánaðarlaun, eða 2%. Hjá hátekjufólki, sem er fólk með yfir 800.000 krónur á mánuði, nýtur flokkurinn 10% fylgis.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast