fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Samtök atvinnulífsins í hart og birta nýja reiknivél – „Hverju tapa félagsmenn Eflingar á verkfalli“

Eyjan
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar hafa ekki borið árangur til þessa og eru nú starfsmenn Eflingar hjá Íslandshótelum að kjósa um hvort farið verður í verkfall eða ekki.

Hafa Samtök atvinnulífsins nú birt reiknivél á vef sínum sérstaklega fyrir Eflingarfélaga til að sjá hverju þeir gætu tapað á verkfalli.

„Í nýrri einfaldri reiknivél býðst félagsmönnum Eflingar að setja inn heildarlaun sín á mánuði, miðað við fullt starf með vaktaálagi, yfirvinnu og viðbótargreiðslum, og forsendur um lengd verkfallsins. Þannig getur það kynnt sér raunveruleg fjárhagsleg áhrif verkfallsins.“

Skjáskot/sa.is

Segir á vef Samtaka atvinnulífsins að reiknivélinni sé ætlað að sýna hvaða þýðingu verkfall hafi fyrir Eflingarfólk.

Reiknivélina má finna hér

Mbl.is birti í dag frétt um að flestir muni tapa á verkfallsstyrk. Hefur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, svarað þeirri frétt og segir hún að hið þveröfuga sé satt. Þegar félagsmenn leggi niður störf og fái þá verkfallsstyrk úr vinnudeilusjóði hafi það þó á endanum uppskorið miklu betri samninga en annars hefði orðið.

„Mér finnst leitt að hljóða eins og gömul plata en stundum þarf að segja sömu hlutina aftur og aftur:
Vegna kjarabaráttu og verkfallsaðgerða Eflingar árin 2019 og 2020 fór það svo að verkafólk fékk mun ríflegri kaupmáttaraukningu en aðrir hópar. Þetta er rækilega útreiknað af Kjaratölfræðinefnd og birt í skýrslum hennar. Heldur einhver að Samtök atvinnulífsins, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafi fært okkur þær kjarabætur sem við á endanum náðum, af réttlætiskennd og sanngirnis-vilja? Nei, auðvitað ekki, við þurftum að berjast fyrir þeim öllum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“