Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir í samtali við mbl.is að hann hafi litla trú á því að starfsmenn Íslandshótela muni samþykkja að fara í verkfall.
Segir hann að fulltrúar Eflingar hafi ekki gefið starfsmönnum nægjanlegar upplýsingar á fundi sínu með þeim. Hafi starfsmenn til að mynda ekki verið upplýstir um að þeir væru að missa af afturvirkum kjarasamningi, að þeir fengju lægri greiðslur úr verkfallssjóði heldur en nemi launagreiðslum og að starfsmenn safni ekki orlofstímum í verkfalli.
„Það er þarna fullt af göllum sem ekki hefur verið greint frá.“
Eins hafi það komið starfsfólki á óvart að komast að því að þau ein væru að fara í verkfall fyrir hönd rúmlega 20 þúsund Eflingarfélaga. Þau hafi ekki verið upplýst um það á fundi með Eflingu.
„Starfsfólkið okkar hefur bara fengið þær upplýsingar frá Eflingu sem hentar þeim. Það er spurt hvort að það vilji 50 þúsund króna launahækkanir eða 70 þúsund króna launahækkun.“