Efling hefur slitið kjarasamningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Frá þessu greinir mbl.is og segir í fréttinni að næsta verkefni samninganefndar Eflingar sé að undirbúa verkfallsboðun.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi tilkynnt þetta að fundi loknum í dag og segir hún einhug innan samninganefndar um ákvörðunina.
Vísir greinir frá því að Sólveig Anna hafi sagt að þrátt fyrir viðræðuslit muni Efling hlýða kallinu reyni ríkissáttasemjari að kalla til fundar aðila.