Þessar tölur eiga við um fjárstreymi í rekstri ríkisins.
Jótlandspósturinn hefur eftir Las Olsen, aðalhagfræðingi Danske Bank, að þetta séu mjög jákvæð tíðindi fyrir fjármál ríkisins og merki um að rekstur ríkisins standi betur að vígi en reiknað var með. Þetta sé einnig merki um styrk dansks efnahagslífs sem hafi þýtt hærri skatttekjur en reiknað var með.
Þessir aukamilljarðar hafa áhrif á skuldastöðu ríkisins sem er nú sú lægsta árum saman. Nema skuldir ríkissjóðs 11,5% af vergri þjóðarframleiðslu.