fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Helga Vala sendir Willum væna pillu – „Var kannski ekki best að kjósa Fram­sókn?“

Eyjan
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 13:45

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingman Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sendir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra væna pillu í pistli sem birtur var í Morgunblaðinu í dag. Helga Vala furðar sig á stöðunni í heilbrigðiskerfinu í ljósi kosningaloforða Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar árið 2021.

„Sagðist flokk­ur­inn vilja skoða hvort til­efni væri til auk­ins einka­rekst­urs inn­an heil­brigðis­geir­ans, skila sem best­um og skjót­ust­um ár­angri, ráðast í fyr­ir­byggj­andi aðgerðir til að koma í veg fyr­ir vanda síðar og síðast en ekki síst tryggja öll­um íbú­um lands­ins þjón­ustu óháð bú­setu og efna­hag.“

Helga Vala segir að staða heilbrigðiskerfisins hafi átt að vera Willum kunnug þar sem hann gegndi formennsku í fjárlaganefnd Alþingis. „Tvisvar á ári fær fjár­laga­nefnd inn­lit inn í heil­brigðis­kerfið við yf­ir­ferð sína um fjár­lög og fjár­mála­áætl­un og fær því býsna góða yf­ir­sýn yfir það hvar skór­inn krepp­ir og hvar hægt er að efla þjón­ustu og jafn­framt hagræða,“ segir hún.

„Nú þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur ann­ast mála­flokk­inn í rúmt ár fáum við eng­ar fregn­ir af áætl­un­um ráðherra en hins veg­ar stöðugar fregn­ir af upp­sögn­um lyk­il­starfs­fólks af Land­spít­ala. Sex af níu sér­fræðilækn­um á bráðamót­töku hafa sagt upp störf­um og tug­ir hjúkr­un­ar­fræðinga flúðu óboðleg­ar starfsaðstæður. Reynd­ur sér­fræðilækn­ir sem af­henti upp­sagn­ar­bréf sitt um ára­mót greindi svo frá að margít­rekað ákall til stjórn­valda um aukn­ar fjár­veit­ing­ar og aðgerðir hefði engu skilað.“

„Var kannski ekki best að kjósa Fram­sókn?“

Helga Vala gagnrýnir þá ummæli Björns Zoega, fyrrverandi forstjóra Landspítalans og ráðgjafa heilbrigðisráðherra, um að spítalinn væri ekki vanfjármagnaður.

„Nán­asti ráðgjafi heil­brigðisráðherra svaraði heil­brigðis­starfs­fólk­inu brott­flúna og þeim sem enn þrauka í störf­um sín­um með því að Land­spít­al­inn væri vel fjár­magnaður. Sagði hann þurfa að for­gangsraða í störf­um inn­an spít­al­ans en viður­kenndi reynd­ar að það sem mætti einnig nefna væri að verk­efni spít­al­ans væru of mörg!“

Velferðarnefnd Alþingis á síðasta kjörtímabili, sem þá var undir formennsku Helgu Völu, kortlagði heilbrigðiskerfið til að kanna hvar væri hægt að bæta flæði og verkefnastjórn. Helga Vala segir að í niðurstöðum þeirrar vinnu hafi komið fram að víða mætti dreifa verkefnum betur en til þess þyrftu stjórnvöld að veita aukið fjármagn til annarra heilbrigðisstofnana landsins.

„Við það að fjár­magn til heil­brigðis­stofn­ana um landið minnk­ar skerðist þjón­ust­an sem lend­ir á Land­spít­ala. Land­spít­al­inn er því í dag allt í senn þjóðar­sjúkra­hús, há­skóla­sjúkra­hús, bráðasjúkra­hús, héraðssjúkra­hús og ann­ast öldrun­arþjón­ustu,“ bendir Helga Vala á í pistlinum.

Hún segir að mun betur færi á því að fækka verkefnum á spítalanum og fela þau öðrum en að Willum hafi ekki kynnt nein áform um slíkt.

„En ráðherr­ann hef­ur ekki kynnt nein­ar fyr­ir­ætlan­ir í þá veru held­ur send­ir sinn helsta ráðgjafa út í fjöl­miðla til að mótmæla brott­flúnu og yfir­keyrðu starfs­fólki sem reyn­ir eft­ir fremsta megni að veita nauðsyn­lega heil­brigðisþjón­ustu. Eng­in skila­boð eru um ein­hverja framtíðar­sýn, eng­in skila­boð til fólks um að það sé betra í vænd­um.“

Að lokum spyr hún svo: „Var kannski ekki best að kjósa Fram­sókn?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu