fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Miklar hækkanir á matvöruverði fram undan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 09:00

Þessi veltir verðlaginu vel fyrir sér. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að verð á matvöru mun hækka á næstu vikum og mánuðum vegna mikilla hækkana á heildsöluverði. Hækkanir heildsala og birgja virðast vera á bilinu 2,5-46 prósent og almennt virðist verð hækka um 5-12 prósent.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Guðmundi Marteinssyni, framkvæmdastjóra Bónuss, að hækkanir dynji á smásölunni nú í byrjun árs. Þetta eigi við um innlenda og erlenda vöru. Hann sagði að þessar hækkanir séu það miklar að þær hljóti að fara út í verðlagið að einhverju marki.

Hann sagði einnig að ein af ástæðum hás matvælaverðs hér á landi sé verndarstefna stjórnvalda gagnvart innlendri matvælaframleiðslu. Vörður sé staðinn um innlenda framleiðslu og komið í veg fyrir samkeppni, meðal annars með því hvernig tollkvótum sé háttað.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði að það geti þjónað hagsmunum stórra kjötframleiðenda að kaupa tollkvóta á mjög háu verði því með því geti þeir komið í veg fyrir að neytendum standi ódýrt innflutt kjöt til boða og með því haldið matvælaverðinu í landinu uppi.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben