fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Eyjan

Brynjar og Gunnar Smári takast harkalega á – „Þú ert nú ljóti Trumpinn“

Eyjan
Mánudaginn 5. september 2022 20:52

Gunnar Smári og Brynjar Níelsson tókust harkalega á í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að ummæli Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, í tengslum við alvarlegar hótanir sem bárust Gunnari Smára Egilssyni, formanni Sósíalistaflokks Íslands, hafi fallið í grýttan jarðveg undanfarin sólarhring, og þá ekki síst hjá pólitískum andstæðingum hans.

Gunnar Smári greindi frá þvi um helgina að hann hafi mátt sæta hótunum vegna stjórnmálaskoðanna sinna og að húsnæði flokksins hafi verið grýtt. Hann deildi óhuggnalegum skilaboðum sem honum hafði borist og sagðist hann telja ástæðu til að lögregla rannsaki orðræðuna hér á landi í garð sósíalista með tilliti til hatursorðræðu. Þá sagði hann mann í ójafnvægi hafa setið um heimili hans og hrópað alls kyns ókvæðisorð um meinta glæpi sósíalismans og krafist þess að Bjarni Benediktsson yrði látinn í friði.

Brynjar gaf lítið fyrir yfirlýsingar sósíalistaforingjans um að skoðanabræður hans væru að verða fyrir barðinu á hatursorðræðu í samfélaginu. Fullyrti hann að nær væri að Gunnar Smári og aðrir sósíalistar myndu líta í eigin barm varðandi hatursorðræðu.

„Hann rekur samt sjálfur síðu hér á fésbókinni sem er nánast ein samfelld haturorðræða. Þetta hljómar eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu. Þegar ég var ungur og las gamla Þjóðviljann kvörtuðu sósíalistarnir gjarnan yfir hatursorðræðu þeirra sem bentu á hversu mikil ógn sósíalisminn væri við líf, heilsu og velferð fóks. Ef það er einhver huggun fyrir Gunnar Smára þá hefur Bjarni Ben örugglega þurft að þola meiri hatursumræða og. hótanir en hann. Meira að segja ég þarf að þola margt í þessum efnum og ekki væli ég yfir því þótt ég væli oft,“ skrifaði Brynjar.

Sakar Gunnar Smára um pólitískt leikrit

Ummælin féllu í grýttan jarðveg, sérstaklega hjá sósíalistum, og sá Brynjar sig knúinn til þess að útskýra mál sitt frekar í annarri færslu.

„Nú láta sósíalistar sem að ég sé að réttlæta skemmdarverk á skrifstofu sósíalista og hótanir gegn Gunnari Smára. Það er mjög fjarri mér og ráðlegg öllum sem verða fyrir slíku að leita til lögreglu, sem mér skilst að hafi verið gert. En Gunnar Smári gerði meira en það. Hann bjó til pólitískt skuespil úr þessu til að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn, sem hann og félagar hans í flokknum kalla gjarnan glæpaklíku. Vildi hann að lögregla rannsakaði hatursorðræðu áhrifafólks(væntanlega sjálfstæðismanna) af því að þeir töluðu illa um sósíalisma. Maður á kannski von á því að gamlir stalínistar og nasistar fari að kvarta til lögreglu yfir neikvæðri umræðu um þeirra hugmyndafræði. Þeir voru í sósíaliskri verkalýðsbaráttu eins og Gunnar Smári,“ skrifaði Brynjar.

Hann sagði Sjálfstæðismenn ekki þekkta fyrir ofbeldi en það sama verði ekki sagt um sósíalista í gegnum tíðina sem hafi stundað  alls konar skemmdarverk gjarnan í nafni borgaralegrar óhlýðni.

„Auðvitað allt hluti af hinni sósíalísku réttlætisbaráttu. Reitt fólk er alltaf líklegra til að fremja óhæfuverk og réttlæta það. Það væri fróðlegt fyrir landsmenn að kíkja á síðu sósíalistaflokksins á fésbókinni ef þeir hafa áhuga á raunverulegri hatursorðræðu. Þar eru reglulega útlistanir á því hvað verður gert við andstæðingana þegar sósialistar komast til valda. Fyrir ekki löngu síðan minnist ég þess að breyta ætti Valhöll í almenningssalerni og gera ætti Björn Bjarnason að klósettverði. Reka átti dómara Hæstaréttar og stofna alþýðudómstól. Snýst allt um að niðurlægja andstæðinginn eins og kommúnistar gerðu við milli- og yfirstéttina, sem þeir kölluðu fyrrverandi fólk og nasistar gerðu á sínum tíma við gyðinga þegar þeir létu þá í öll skítverkin,“ skrifaði Brynjar.

Sagði hann það rétt af Gunnari Smára að opna sig um skemmdarverkin og hótanirnar en ítrekaði að honum þætti lélegt að snúa því upp í hatursorðræðu gegn sjálfstæðismanna í pólitískum tilgangi.

Brynjar segir að á sig hafi verið ráðist

Stuttu síðar var Gunnar Smári mættu í athugasemdakerfið hjá Brynjari og spurði hvort ekki væri huggulegra að bjóða Bjarna að verða klósettvörður en að mæta með vopn heim til manna og nota þau á fjölskyldu viðkomandi?

Brynjar svaraði jafnharðan og sagði það hallærislegt af Gunnari að mála sjálfstæðismenn upp sem ofbeldismenn væru að hóta sósíalistum.

„Bæði ég og Bjarni höfum fengið hótanir um ofbeldi frá reiðu ofstækisfólki. Meira að segja verið ráðist á mig. Ég er ekki að ráðast að pólitískum andstæðingum og heimfæra ofbeldið upp á einstaka flokka. Þessi leiksýning þín er misheppnuð og aukaleikarinn, Þór Saari, fær seint verðlaun fyrir sína innkomu á sviðið,“ skrifaði Brynjar.

Gunnar Smári var ekki á því og sakaði Brynjar sjálfan um að setja upp leikrit. „Ég hef bara sagt frá rúðubroti og hótunum gagnvart fjölskyldu minni sem þú sagðir að ég ætti skilið og miklu meira til. Það var þín innkoma og auðvitað klappar hjörð karlanna fyrir þér,“ skrifaði hann.

„Þú ert nú ljóti Trumpinn“

Brynjar svaraði þá þegar og sagði Gunnar Smára hafa sagt miklu meira en það og sagði Þór Saari svo hafa gengið lengra. Þá var Gunnari Smára greinilega nóg boðið.

„Voðlega bullar þú. Þú segir að ég eigi allt illt skilið vegna þess sem einhverjir sósíalistar sögðu á síðustu öld, vegna þess hvað Þór Saari fer í taugarnar á þér eða einhvers sem ég á að hafa sagt en þú virðist ekki muna hvað var. Og fyrir þetta hef ég kallað yfir mig ofbeldi og hótanir sem þér finnst ég eiga skilið og margfalt meira. Þú ert nú ljóti Trumpinn.“

Brynjar var þó ekki af baki dottinn. Hann ítrekaði að honum þætti Gunnar Smári ekki eiga skilið hótanir né ofbeldi og aldrei sagt neitt í þá veru.

„Gerði bara athugasemd við þessa leiksýningu þína og Þórs um ofbeldi sjálfstæðismanna. Benti einnig á hvar hatursorðræðu er helst að finna. Mér er nær að halda að þú ritstýrir hvorki eigin skrifum né þesssra fésbókarsíðunni sósíalistaflokksins.“

Ljóst er að síðasta orðið hefur ekki fallið í þessum skoðanaskiptum en afar fjörugar umræður hafa myndast í kringum færslu Brynjars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál