fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Eyjan

Bryndís segir málefni hælisleitenda í fastari skorðum í Noregi og Danmörku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. september 2022 14:37

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræðsluferð allsherjar- og menntamálanefndar til Noregs og Danmerkur stendur nú yfir. Ferðin hófst á þriðjudag en hópurinn kemur heim í kvöld. Nokkuð mikið er viðhaft því alls 10 þingmenn og tveir starfsmenn Alþingis eru í ferðinni.

„Í Noregi kynnir nefndin sér starfsemi Stórþingsins og fundar með einni nefnd þingsins um málefni innflytjenda. Þá fer nefndin í heimsókn í menningar- og jafnréttisráðuneytið. Nefndin mun funda með fulltrúum frá Norsk organisasjon for asylsøkere (norsk samtök fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd) og Útlendingastofnun í Noregi um málefni flóttamanna. Einnig kynnir nefndin sér starfsemi Blaðamannafélags Noregs og Landssambands fjölmiðla,“ segir í tilkynningu á vef Alþingis um málið.

Helsta verkefni nefndarinnar er að kynna sér annars vegar útlendingamál í þessum löndum og hins vegar fjölmiðlamál. DV ræddi stuttlega við formann nefndarinnar um málið, Bryndísi Haraldsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins:

„Við erum með tvö efni undir, það eru annars vegar útlendingamál og hins vegar fjölmiðlamál. Nefndin hefur ansi breitt verksvið og eitt af því eru útlendingamálin þar sem ráðherra hefur í fjórgang lagt fram frumvarp sem hefur ekki fram að ganga. Núna ætlum við vonandi að breyta því á þessu þingi. Þess vegna fannst okkur vel til fundið að koma hingað og við erum búin að heimsækja bæði Norðmenn og Dani og ræða hér við útlendingastofnanir, ráðuneyti, frjáls félagasamtök og erum núna á leiðinni í móttökumiðstöð fyrir flóttamenn hér í Danmörku. Þannig að þetta hefur verið mjög gagnlegt. Við höfum líka fengið rætt við stjórnmálamenn og höfum fengið innsýn í verkferlana sem hér tíðkast, lögin og hvernig pólitíska umræðan hefur verið.“

Bryndís segir einnig að nefndin hefði kynnt sér stuðning stjórnvalda í þessum löndum við fjölmiðla og hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, farið þar fremst í flokki:

„Það er á þingmálaskrá hennar að leggja fram frumvarp um fjölmiðla. Hún hefur sjálf sagt það opinberalega að hún horfi til dönsku leiðarinnar í styrkjaumhverfinu. Þeir eru með veglega styrki hér til frjálsra fjölmiðla. Við höfum kynnt okkur styrkjaumhverfi fjölmiðla bæði í Noregi og Danmörku en þessi lönd eru auk styrkja líka með virðisaukaskattsafslátt fyrir fjölmiðla. Það er mismunandi hvernig þetta er útfært og hver eru skilyrðin. Það kemur mér á óvart að ekki virðist vera eins mikill ágreiningur um þessi tvö málefni eins og Íslandi. Það virðist vera meiri sátt hér heilt yfir meðal stjórnmálamanna bæði um fjölmiðlamál og útlendingamál.“

DV spyr Bryndísi hvort Danir eða Norðmenn séu harðari í hælisleitendamálum en Íslendingar.

„Báðar þjóðirnar státa sig af því að þær séu með mjög virka brottvísanastefnu. Ég held að það sé alveg á hreinu að Danir eru harðari en við en ég átta mig ekki á því hvort það gildi um Noreg. En þessi mál virðast vera í fastari skorðum þar en hér. Ég held að við getum lært margt af Norðmönnum, t.d. hvað varðar aðlögunarstefnu. Í báðum löndum búa hælisleitendur í móttökumiðstöðvum á vegum hins oopinbera á meðan umsæknir þeirra eru teknar fyrir en ekki bara hvar sem er.“

Bryndís segir ferðina hafa verið mjög gagnlega og koma sér vel varðandi komandi þingfrumvörp um útlendingamál og fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Controlant gerist bakhjarl Gulleggsins 2023

Controlant gerist bakhjarl Gulleggsins 2023
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmundur segir þetta vera stóru kjarabótina og að spillta kunningjasamfélagið hafi átt undir högg að sækja

Sigmundur segir þetta vera stóru kjarabótina og að spillta kunningjasamfélagið hafi átt undir högg að sækja