fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Eyjan

Flutti jómfrúrræðuna reffileg í leðri – „Ég er hér því ég vil gera meira en sitja heima“

Eyjan
Þriðjudaginn 20. september 2022 17:30

Reffilegur töffari á þingi í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, flutti í dag jómfrúrræðu sína á Alþingi, en hún tók sæti á þingi fyrir Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Í ræðu sinni fór hún um víðan völl en þar rakti hún ástæðuna fyrir því að hún ákvað að taka þátt í pólitík. Brynja mætti galvösk í pontu, glæsileg að vanda, töffaraleg í leðurbuxum og tilbúin til að láta í sér heyra.

„Ég gæti staðið hér og eytt þeim tveimur mínútum sem ég hef bara í það að horfa hér yfir og meðtaka það að ég fái tækifæri til þess að standa hér sem ein af 63 þingmönnum landsins okkar í dag. Þakklát og auðmjúk fyrir tækifærið og það traust sem mér er sýnt.“

Hún segist sannfærð um að það sé engin tilviljun að hún sé komin þangað sem hún er komin.

„Stelpunni sem kom af einni eyju til annarrar og er sannfærð um að það var engin tilviljun að ég kom hingað. Við erum nefnilega í grunnin öll eins, öll með sömu þarfir. Ástæðan fyrir veru minni hér er sú að ég vil láta gott af mér leiða og það er svo magnað að fá að taka þátt, að fá að nýta krafta sína í þágu betra samfélags eins og við öll sem hér sitjum erum að gera.“ 

Hvað heillar við stjórnmálin?

Brynja segir að hún hafi á dögunum verið spurð hvað heilli hana við það að stíga á pólitískan og opinberan vettvang.

„Í fyrstu er það kannski ekkert rosalega heillandi, að fólki finnist það eiga þig, orðræðan á miðlum landsins, að verða partur af ljótum og særandi umræðum. En það fallega er að fá að hafa áhrif, að fá þetta tækifæri til þess að vera rödd mismunandi málefna og vera partur af breytingu. Við munum aldrei öll vera sammála, en ff við sameinumst og finnum leiðir sem ýta okkur frá rifrildi og þrasi, förum í boltann en ekki manninn og höfum samvinnuhugsjón að leiðarljósi þá held ég að markmið okkar sé það sama. Að búa fólkinu í landinu okkar eins gott líf og hægt er.“ 

Vill gera meira en að sitja heima

Ein ástæðan sé vissulega Ásmundur Einar, en hann sé skoðanabróðir hennar þegar kemur að málefnum barnanna í landinu og því að börnum hér sé búið eins öruggt samfélag og hægt er.

„Ég lít svo á að öll börn séu okkar börn og okkur ber að vernda þau, grípa þau og styðja. En einnig allar þessar flottu ungu konur sem við eigum í pólitíkinni. Það eru forréttindi að eiga þær sem fyrirmyndir og hvatningu fyrir okkur hinar. Það gefur okkur kjark, dug og þor. 

Hér hafa verið brotin allskonar blöð og glerþök í sögunni og ég vona að við höldum áfram að ryðja brautir fyrir komandi kynslóðir.“

Brynja segir að vissulega megi alltaf gera betur en hún segist þó ákaflega stolt af því að vera Íslendingur og af öllu því sem Ísland hefur afrekað. Nú sé spurningin hvernig Íslandi ætli að bretta upp ermar og halda áfram.

„Ég er hér því ég vil gera meira en sitja heima og kvarta yfir því sem betur má fara, ef við ætlum að breyta þá þurfum við að leiða með fordæmi og ég vil vera partur af því fordæmi, partur af breytingunni. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump sagður hafa hótað að yfirgefa ekki Hvíta húsið eftir tapið í kosningunum

Trump sagður hafa hótað að yfirgefa ekki Hvíta húsið eftir tapið í kosningunum