fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Eyjan

Bjarki Már nýr inn í forstöðumannahóp N1

Eyjan
Föstudaginn 16. september 2022 09:36

Bjarki Már Flosason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Már Flosason hefur verið ráðinn í nýja stöðu forstöðumanns stafrænnar þróunar hjá N1 og kemur nýr inn í forstöðumannahóp félagsins. Bjarki mun meðal annars vinna að áframhaldandi þróun og innleiðingu á stafrænum þjónustulausnum fyrir viðskiptavini N1, ásamt því að stuðla að frekari framþróun á innri kerfum félagsins.

„N1 stendur frammi fyrir gríðarlegum sóknarfærum á þessu sviði. Ekki aðeins býr fyrirtækið að sterkum innviðum sem er spennandi að þróa áfram, heldur er markaðurinn líka uppfullur af tækifærum sem N1 er í kjöraðstöðu til að grípa. Orkuskipti og aukin krafa viðskiptavina um stafræna þjónustu munu leika lykilhlutverk á komandi misserum og ég hlakka til að stíga inn í forstöðumannahópinn og vinna náið með öðrum stjórnendum N1 við að grípa þessi tækifæri,“ er haft eftir Bjarka Már í fréttatilkynningu.

Hann sinnti áður stöðu þróunarstjóra stafrænna lausna hjá N1 og starfaði fyrir það sem markaðsstjóri Kreditkorta og þróunarstjóri greiðslulausna hjá Íslandsbanka. Bjarki er með B.Sc.-gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Við bjóðum Bjarka hjartanlega velkominn í teymi lykilstjórnenda N1 þar sem hann mun sjá til þess að félagið standi framarlega í stafrænni þróun hér á landi. Mörg stafræn verkefni eru á dagskrá, svo sem útgáfa nýs þjónustuapps sem áætlað er að ýta úr vör á næstunni sem og áframhaldandi þróun á vildarkerfi N1. Þekking Bjarka á þessu sviði og stafrænum innviðum félagsins mun svo sannarlega styðja við áframhaldandi sókn N1,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál