fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Greiddu 303 milljónir fyrir Fannborg og Kópavogur hefur greitt þeim 200 milljónir til baka

Eyjan
Þriðjudaginn 13. september 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verktakafyrirtækið Árkór greiddi 303 milljónir við kaup þeirra á Fannborg 6 í Kópavogi, en eignina keyptu þeir af Kópavogsbæ. Síðan þá hefur Kópavogur greitt fyrirtækinu um 200 milljónir í leigu fyrir sama húsið. Þetta kemur fram í grein sem Hákon Gunnarsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Tryggvi Felixson, hagfræðingur, rituðu í Fréttablaðið í dag.

Þar reka þeir söluna á eignum Kópavogsbæjar í Fannborg til Árkórs ehf. og þau álitamál sem eftir þessi viðskipti standa.

Árlega um 90 milljónir greiddar til Árkórs

„Ef viðskipti Kópavogsbæjar við fjárfestafyrirtækið Árkór ehf. eru skoðuð vakna spurningar um hverjum bæjaryfirvöld í Kópavogi þjóna,“ skrifa þeir Hákon og Tryggvi. Þeir segja að mánaðarlega renni um 6,7 milljónir úr bæjarsjóði til Árkórs fyrir afnot bæjarins af húsnæði „sem áður var í eigu bæjarbúa, húsnæði sem var selt í miklum flýti fyrir bæjarstjórnarkosningarnar vorið 2018.“

Eins hafi Árkór fengið húsnæðið að Fannborg 2 skráð fokhelt og spari sér þar með fasteignagjöld upp á 6 milljónir króna á ári.

„Árlega gerir þetta tæplega 90 milljónir króna millifærslu á fjármunum úr sameiginlegum sjóði bæjarbúa til fyrirtækisins.“ 

Þeir benda einnig á að fyrirtækið hafi verið stofnað rétt fyrir kaupin á Fannborginni og hafi það því enga reynslu í byggingar- eða fasteignaviðskiptum en engu að síður fengið nokkuð frjálsar hendur um gerð deiliskipulags á svæðinu. Deiliskipulag sem hafi svo orðið að víðtækri og alvarlegri deilu við bæjarbúa og valdið „miklum sársauka og angist íbúa á svæðinu“

Sjá einnig: Harmaborgin rís en íbúar mótmæla – „Það verður óbúandi í þessum 90 íbúðum í allt að þau 7 ár sem áætlað er að verkið taki“

Síðan reka þeir hverja eign í Fannborginni fyrir sig.

Húsnæðið sem borgar sig sjálft

Þegar Fannborg 6 hafi verið seld hafi strax verið samið um leigu af húsnæðinu fyrri bæinn þar sem til stóð að halda áfram óbreyttri starfsemi í húsinu. Leigan hafi verið 3 milljónir á mánuði og samningurinn gerður til fimm ára. Þessi fjárhæð sé verðtryggð og nemi nú 3,7 milljónum á mánuði.

„Árkór reiddi fram 303 milljónir fyrir eignina og hefur fram til þessa fengið 200 milljónir króna úr bæjarsjóði sem leigugreiðslu. Með sama framhaldi tekur það Árkór ehf. 8 ár að borga eignina upp að fullu með þeim leigugreiðslum sem koma úr bæjarsjóðnum sem seldi fyrirtækinu eignina.“ 

Þar að auki sé allt viðhald á kostnað Kópavogsbæjar, en Hákon og Tryggvi segja að kunnáttumenn um leigusamninga hafi aldrei vitað annað eins ákvæði, það eigi sér engin fordæmi að leigjandinn greiði viðhaldið.

Leigja út myglað fokhelt húsnæði

Varðandi Fannborg 2 er vísað í nýlegar umfjallanir um myglu, fokheldisstig og starfsemi í húsinu. En eignin var skráð fokheld fyrir nokkrum árum en hefur engu að síður verið notuð undir dagvistun fyrir fötluð börn og fyrir skólabörn Kópavogsskóla sem voru að flýja myglu.

Sjá einnig: Börn í Kópavogi send úr mygluðum skóla yfir í myglað hús – Bærinn greitt tæpar 25 milljónir í leigu á árinu

Fyrir þetta greiði bærinn mánaðarlega um 3 milljónir króna. „Fyrir að nýta hið fokhelda „félagsheimili“. Eins hafi hluti Verbúðarinnar verið tekinn upp í húsnæðinu og væntanlega hafi Árkór af því tekjur sem og hafi verkfræðistofa verið með starfsemi sína þar og væntanlega greitt leigu fyrir – allt í fokheldu mygluðu húsnæði.

Varðandi Fannborg 4 hafi þar verið opnað áfangaheimilið fyrir fólk í vímuefna án þess að húsnæðið stæðist kröfur um eldvarnir.

Þeir Tryggvi og Hákon segja að nú sé nýr meirihluti tekinn við og sé eðlilegt að hann spyrji sig hvort salan á Fannborg hafi verið eðlileg.

„Meirihluti bæjarstjórnar hefur eftir bæjarstjórnarkosningarnar sl. vor að stórum hluta verið skipaður nýju fólki. Nýir vendir sópa best, segir máltækið. Það er nauðsynlegt að rannsaka sölu á eignum bæjarins að Fannborg 2, 4 og 6 og hvernig bæjarfélagið hefur staðið að samningum við Árkór ehf. Örugglega má af því draga dýran lærdóm. Hugsanlega leiðir sú rannsókn til þess að sækja má bætur til þeirra sem bera ábyrgð á því hve illa hefur verið farið með fé í sameiginlegum sjóði bæjarbúa í framangreindum viðskiptum.“

Sjá einnig: Tryggvi ótt­ast það versta – „Hún er skugga­leg í orðsins fyllstu merk­ingu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins