fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Vilja selja restina af Íslandsbanka á næsta ári og Bjarni með heimild til að selja tæp 30% af Landsbankanum

Eyjan
Mánudaginn 12. september 2022 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem kynnt var í dag koma fram áform ríkisins um að halda áfram sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslandsbanka, en hlutur ríkisins er í dag.

Í frumvarpinu segir að árangursrík sala Íslandsbanka hafi verið ríkissjóð mikilvæg og hafi söluandvirði 57,7 prósenta hlutar ríkissjóðs í bankanum hingað til numið um 108 milljörðum króna. Sala bankans í heild á næsta ári yrði til þess að gera áætlaðar skuldir ríkissjóðs lægri um 4-5 prósent af vergri landsframleiðslu heldur en þær hefðu verið ef bankinn verður ekki seldur í heild.

Á sama tíma er að finna í frumvarpinu heimildir fyrir fjármála- og efnahagsráðherra að selja Tæp 30 prósent af eignarhluta ríkisins í Landsbankanum, en ríkið á í dag 98,2 prósent í Landsbankanum og frumvarpið heimilar ráðherra að selja allt umfram 70 prósent, eða 28,2 prósent.

Segir ennfremur í frumvarpinu að verði ekki af sölu eftirstandandi hlutar ríkisins í Íslandsbanka þurfi að fjármagna hluta af hallarekstri ársins sem sölunni nemur með öðrum hætti.

„Salan á bankanum væri mikilvægur þáttur í virkri stýringu á efnahag ríkisins. Með áframhaldandi sölu væri hægt að auka sjóðsstreymi til ríkisins, minnka lánsfjárþörf og skuldsetningu með þeim kostnaði og áhættu sem henni fylgir.“

Er tekið fram í frumvarpi að eignarhlutum í bönkunum, bæði Íslandsbanka og Landsbanka, fylgi talsverð áhætta eins og verðsveiflur á markaði sýni. Segir í frumvarpi:

„Heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf og var rekstur fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, erfiður vegna áfallsins. Kröftugur viðsnúningur hefur þó orðið á árinu sem bætir hag þessara aðila sem svo virðist sem áhrif kórónuveirufaraldurs á útlánatöp í bankakerfinu hafi verið óveruleg enn sem komið er. Eiginfjárstaða Íslandsbanka og Landsbanka er sterk sem gerir þeim betur kleift að mæta mögulegum áföllum. Engu að síður ber ríkissjóður áhættu af þeim rekstri þar sem lakari afkoma með neikvæðum áhrif á arðsemi eigin fjár gæti leitt til lækkunar á virði þeirra og dregið úr sölumöguleikum eða ábata af eignarhlutum ríkissjóðs þ.m.t. arðgreiðslum.“ 

Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að arður frá Íslandsbanka verði 4,1 milljarðar á næsta ári en arður var 7,7 á þessu ári. Arður frá Landsbanka er áætlaður 11,6 milljarðar á næsta ári en var 20,5 á þessu ári.

Eins og landsmenn muna flestir fór fram lokað útboð á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í mars sem hefur verið harðlega gagnrýnt. Skýrsla ríkisendurskoðunar um söluna er væntanleg fljótlega og ríkir mikil eftirvænting. Nokkur töf hefur verið á að skýrslan verði birt. Guð­mundur Björg­vin Helga­son, ríkisendurskoðandi, sagði í samtali við Vísi,ljóst að úttektin væri umfangsmeiri en gert hafði verið ráð fyrir og ljóst sé að skýrslan muni vekja athygli og fá umtal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“