fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kristrún vill leiða Samfylkinguna – „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“

Eyjan
Föstudaginn 19. ágúst 2022 16:30

Fjölmenni var á fundi Kristrúnar í Iðnó Mynd/Baldur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir mun bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni, en nýr formaður verður valinn á landsfundi flokksins í október. Núverandi formaður er Logi Einarsson en hann tilkynnti í júní að hann ætli ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku þar sem tími væri kominn til að hleypa öðrum að.

Kristrún boðaði í gær til fundar með stuðningsfólki sínu sem hófst klukkan 16:00 í Iðnó. Fjölmiðlar greindu frá fundarboðinu og töldu flestir víst að Kristrún ætlaði sér þar að tilkynna um framboð sitt.

Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur

Í ræðu sem Kristrún flutti í Iðnó rétt í þessu sagðist hún ekki geta ímyndað sér meiri heiður en að fá að leiða flokk jafnaðarmanna og hún átti sig á því að slíku hlutverki fylgi ábyrgð.

„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur en nú er gert,“ sagði Kristrún og bætti við að þetta viti líka fólkið í landinu og Kristrún treysti sér í það verkefni.

Kristrún segir að núverandi ríkisstjórn láti eins og ekki sé hægt að gera betur í mikilvægum málaflokkum á borð við húsnæðis-, heilbrigðis-, samgöngu– og almannatryggingamálum. Kristrún hafi haldið opna fundi víða um land og rætt þar við fólk og séð að landsmenn viti að hægt sé að gera betur og það sé vilji til að leysa þessi mál.

Stjórn núverandi ríkisstjórnar hafi einkennst nokkuð af neikvæðni og boðskap um að ekki sé hægt að gera betur og því komi það í hlut jafnaðarmanna að vera mótvægi við því og stunda jákvæða pólitík þar sem talað er fyrir lausnum.

Kristrún Frostadóttir Mynd/Baldur Kristjánsson

 

Aftur að kjarnanum

Til að koma hugsjónum jafnaðarmanna í framkvæmd þurfi að vinna traust fólksins í landinu og trúverðugleika með því að sigra kosningar til Alþingis. Til þess þurfi breytingar.

Kristrún segir að hún vilji færa Samfylkinguna aftur að kjarnanum og kjarnamálum jafnaðarmanna sem séu kjör ósköp venjulegs fólks, og skerpa þurfi verulega á boðskap Samfylkingarinnar. Þegar fólk spyrji sig hvaða flokkur passi upp á kjör, velferð og efnahag venjulegs fólks eigi Samfylkingin að koma fyrst upp í huga þeirra.

Til þess að þetta raungerist þurfi Samfylkingin að ná virkari tengingu við venjulegt fólk á landinu og slíkt verði ekki gert með öðrum hætti en „maður á mann“

Kristrún segir að ef hún hljóti kjör sem formaður muni það einkenna forystu hennar að eiga samtal við fólkið. Þetta þurfi að skilgreina flokkinn – tengsl við fólkið í landinu og ofuráhersla á kjör, velferð og efnahag venjulegs fólks.

Kristrún sendir ákall til jafnaðarmanna í landinu, fólksins á landinu, að koma með henni í þetta verkefni. Það þurfi að endurvekja von og trú fólk um að það sé hægt að reka samfélagið betur þannig að það virki fyrir sem flesta.

Nú sé kominn tími á nýja kynslóð, nýja tegund forystu og þá reyni á jafnaðarmannaflokk landsins að vísa veginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki