fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Eyjan

Drífa skaut föstum skotum og Sólveig Anna svarar fullum hálsi – „Ég hef aldrei öskrað á hana“

Eyjan
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að verulega köldu andi á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar og Drífu Snædal fráfarandi forseta ASÍ. Drífa Snædal tilkynnti í dag um afsögn sína sem forseti ASÍ í vísaði til þess að hún treysti sér ekki til að starfa áfram á vettvangi með sumum verkalýðsleiðtogum landsins, leiðtogum á borð við Sólveigu Önnu.

Sólveig Anna fór að sama bragði hörðum orðum um Drífu í færslu sem hún birti á Facebook í kjölfar afsagnarinnar. Sagði hún meðal annars að Drífa hafi sjálf kosið að loka sig inni í blokk með millistéttarfólki sem ráði ríkjum í stofnunum ríkisvaldsins á Íslandi og hafi hún reynt í skjóli nætur að neyða vinnandi fólk landsins inn í nýja útgáfu af Salek-samkomulaginu.

Sjá einnig: Sólveig Anna urðar yfir Drífu eftir afsögnina – „Samdi í skjóli nætur við ríkisstjórnina“

Óbærilegt að vinna með sumum

Drífa sagði í hádegisfréttum RÚV að á köflum hafi hreinlega verið óbærilegt að vinna með sumum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar. Svo virðist að að aðilar þar rugli saman því að vera róttækur og að vera kjaftfor, en þetta ættu allir sem hafi setið fundi hjá miðstjórn ASÍ að þekkja.

„Það hefur verið þessi stemning einhvern veginn að níða fólk niður. Öskra. Rjúka út af fundum. Vera með yfirlýsingar í fjölmiðlum gagnvart einstaka fólki. Persónuárásir. Og þetta er bara eitthvað sem er óbærilegt að vinna undir og ég tel tíma mínum betur varið og erfitt að vinna við þessar aðstæður. „

Kannast ekki við öskrin

Þó að Drífa hafi ekki nefnt Sólveigu á nafn telur Sólveig Anna ljóst að Drífa sé að vísa til hennar og meintrar framgögnu hennar með ofangreindum umræðum. Sólveig ritar á Facebook:

„Drífa Snædal lætur það hljóma sem svo í hádegisfréttum RÚV að ég hafi verið „kjaftfor“ við hana, öskrað á hana og „rokið af fundum“.

Ég hef aldrei öskrað á hana. En ég hef vissulega hækkað róminn þegar tekist hefur verið á um stór-pólitísk mál. Til dæmis minnist ég þess að hafa hækkað róminn þegar að hún hringdi í mig snemma morguns dag einn í upphafi Covid-faraldursins og lagði það til að kjarasamningsbundnum launahækkunum yrði „frestað“. Þá var mér vissulega mikið niðrí fyrir þegar ég sagði henni að ég myndi aldrei samþykkja að slíkt yrði gert, og ef að hún og meðlimir valdastéttarinnar gæfu ekki þessa fráleitu hugmynd upp á bátinn myndi ég blása til atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar þar sem verka og láglaunafólk fengi tækifæri til að segja sína skoðun á því hvort að þau væru til í það enn eina ferðina að fórna eigin hagsmunum fyrir hagsmuni yfirstéttarinnar.“

Örsjaldan farið af fundum

Sólveig kannast ekki við að hafa rokið af fundum. Hún hafi örsjaldan farið af fundum. Síðast hafi hún farið þegar varaformaður Eflingar, Agnieszka Ewa Ziólkowska sagði í ræðu á miðstjórnarfundi ASÍ að Sólveig væri að ljúga því að hafa verið hótað ofbeldi og eignaspjöllum í innanbúðarátökum sem áttu sér stað innan Eflingar síðasta haust.

„Ég hef örsjaldan farið af fundum. Síðast þegar ég gekk af fundi var það vegna þess að varaformaður Eflingar hélt tölu á miðstjórnarfundi um það að ég væri að ljúga því að mér hefði verið hótað ofbeldi og eignaspjöllum. Þegar hún hafði lokið máli sínu óskaði ég eftir því að gerð væri athugasemd við framferði varaformanns. Það neitaði Drífa Snædal að gera og gerði mér það algjörlega ljóst að hún var í raun á sama máli og Agnieszka Ewa. Þá ákvað ég að fara af fundinum og tel ég að fleiri hefðu gert það sama í mínum sporum.“

Byggir ekki á persónum heldur pólitík

Sólveig segir á átök hennar við Drífu megi rekja til þess að upphafi komið mál innan hreyfingarinnar sem séu pólitísk að eðli sínu og þar hafi Sólveig og Drífa verið ósammála í grundvallaratriðum.

„Ég hef ekki haft nokkurn áhuga á því að vera í persónulegum átökum við hana. Sú vegferð sem ég hef verið á og er á, sú sem að Drífa segist ekki skilja, er að berjst fyrir réttlæti, virðingu og völdum til handa verka og láglaunafólki. Ég hef ekki haft áhuga á verkefnum og vegferðum sem að snúast um stéttasamvinnu og skýrslu-ritanir, ráðstefnur og vegtyllur. Það er ekki afstaða sem byggir á persónum, það er afstaða sem byggir á pólitík.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Hlustum á Píratana

Björn Jón skrifar: Hlustum á Píratana
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur vilja bjarga Skólamunastofu Austurbæjarskóla

Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur vilja bjarga Skólamunastofu Austurbæjarskóla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón og Brynjólfur segja konurnar ljúga og að varaformaðurinn láti hafa sig að fífli

Jón og Brynjólfur segja konurnar ljúga og að varaformaðurinn láti hafa sig að fífli