fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Eyjan

Fær 17 milljónir í biðlaun frá Hveragerðisbæ til viðbótar við sveitastjórarlaunin frá Hrunamannahreppi

Eyjan
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 18:11

Aldís Hafsteinsdóttir Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldís Hafsteinsdóttir , nýráðinn sveitarstjóri Hrunamannahrepps og fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis, fékk greiddar rúmar 17 milljónir í biðlaun frá Hveragerði ofan á 1.780.000 króna mánaðarlaun sem sveitastjóri Hrunamannahrepps. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar en Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Í fundargerðinni kemur fram að biðlaunin, sem voru alls til sex mánaða, hafi kostað bæinn rúmar 20 milljónir króna, það er að segja laun, aksturstyrkur og launatengd gjöld. Kemur fram í frétt Fréttablaðsins að alls hafi Aldís fengið rétt tæplega 9 milljónir útborgaðar. Hún var síðan ráðin sveitastjóri Hrunamannahrepps á dögunum og hefur hafið störf þar á áðurnefndum launum.

Biðlaunagreiðslan kom upp í umræðum um staðfestingu á ráðningarsamningi nýs bæjarstjóra, Geirs Sveinssonar. Vöktu fulltrúar minnihlutans athygli á því að vöntun var á ákvæði um að biðlaun myndu falla niður eftir fráfarandi bæjarstjóri myndi fá annað starf.

„Var því fyrrum bæjar­stjóra greidd sex mánaða bið­laun með launa­tengdum gjöldum að upp­hæð 20.058.749,“ segir kemur fram í bókuninni. Þótt þetti óeðlilegt og var talið rétt að breyta þessu í ráðningasamningi við Geir.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir sendir Brynjari tóninn – „Gleymum því aldrei“

Sigmundur Ernir sendir Brynjari tóninn – „Gleymum því aldrei“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Frumvarp um fríverslunarsamning við Ísland lagt fyrir Bandaríkjaþing – Ráðherrar fagna

Frumvarp um fríverslunarsamning við Ísland lagt fyrir Bandaríkjaþing – Ráðherrar fagna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fasteignaverð gæti tekið dýfu

Fasteignaverð gæti tekið dýfu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni