fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Eyjan

Glúmur, Vigdís og helfararafneitunarsinni vilja verða bæjarstjórar

Eyjan
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 15:04

Glúmur Baldvinsson og Vigdís Hauksdóttir eru meðal fjörtíu umsækjenda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls sóttu 40 einstaklingar um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu Vogum. Meðal umsækjenda eru kunnugleg nöfn eins og Karl Gauti Hjaltason fyrrum alþingismaður, Vigdís Hauksdóttir fyrrum borgarfulltrúi og Glúmur Baldvinsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins.

Karl Gauti og Vigdís hafa sótt um allnokkrar sveita- eða bækjarstjórastöður undanfarin misseri en enginn hefur þó verið eins duglegur og Glúmur sem hefur sótt um nánast hverja einustu stöðu sem í boði hefur verið undanfarna mánuði. Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Glúmur vera gera að gamni sínu með umsóknunum enda væru stöðurnar eyrnamerkar „sviplitlum og nánast ómenntuðum flokksgæðingum og fjóskörlum allra saurbæja landsins.“ svo notuð séu hans orð. Vakti Glúmur athygli á því að hann, sem velmenntaður umsækjandi, fengi ekki svo mikið sem símtal eða viðtal vegna hinna lausu starfa.

Þá vekur Fréttablaðið athygli á því að meðal umsækjenda sé Roy Al­brecht, sextugur blaðberi. Hann kom til Íslands árið 2013 og sagði um það leyti í viðtali við miðilinn að á Ís­landi væri há­gæða mann­kyn og að hel­för gyðinga hefði ekki átt sér stað. Tók hann þá sérstaklega fram að hann væri ekki kynþáttahatari. Svo vel líkaði Roy dvölinn á Íslandi að hann settist hér að og er nú íslenskur ríkisborgari

Eft­ir­far­andi sóttu um stöðu sveit­ar­stjóra í Vog­um

Ásdís Hlöðvers­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri
Bald­ur Þórir Guðmunds­son, sér­fræðing­ur
Björg Erl­ings­dótt­ir, fyrrv. sveit­ar­stjóri
Björn Óli Ö. Hauks­son, ráðgjafi
Daní­el Ara­son, for­stöðumaður
Ein­ar Kristján Jóns­son, fyrrv. sveit­ar­stjóri
Elías Pét­urs­son, fyrrv. bæj­ar­stjóri
Gísli Þór Gísla­son, viðskipta­fræðing­ur
Glúm­ur Bald­vins­son, sjálf­stætt starf­andi
Gunn­ar Axel Ax­els­son, deild­ar­stjóri
Gunn­ar Júlí­us Helga­son, fram­kvæmda­stjóri
Har­ald­ur Helga­son, verk­stjóri
Helga Birna Ingi­mund­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri
Hildigunn­ur Jón­as­dótt­ir, lög­fræðing­ur
Ingvi Már Guðna­son, verk­stjóri
Jasmia Vajzovic Crnac, deild­ar­stjóri og fyrr­um vara­bæj­ar­full­trúi
Jón Sveins­son, hús­vörður
Jón Bjarni Steins­son, fram­kvæmda­stjóri
Jón Eggert Guðmunds­son, kerf­is­stjóri
Júlí­us Þór Gunn­ars­son, sjálf­stætt starf­andi
Karl Gauti Hjalta­son, fyrrv. Alþing­ismaður
Kon­ráð Gylfa­son, fram­kvæmda­stjóri
Krist­inn Óskars­son, mannauðsstjóri
Lína Björg Tryggva­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri
Roy Al­brecht, blaðberi
Sig­urður Erl­ings­son, fyrrv. spari­sjóðsstjóri
Sig­urður Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri
Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, fyrrv. Alþing­ismaður og viðskipta­fræðing­ur
Valdi­mar O. Her­manns­son, starf­andi sveit­ar­stjóri
Vig­dís Hauks­dótt­ir, fyrrv. borg­ar­full­trúi
Viggó E Viðars­son, flokks­stjóri
Þor­steinn Þor­steins­son, deild­ar­stjóri
Örn Hauk­ur Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri
Örvar Þór Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri
Þór­dís Sif Sig­urðardótt­ir, fyrrv. sveit­ar­stjóri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir sendir Brynjari tóninn – „Gleymum því aldrei“

Sigmundur Ernir sendir Brynjari tóninn – „Gleymum því aldrei“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Frumvarp um fríverslunarsamning við Ísland lagt fyrir Bandaríkjaþing – Ráðherrar fagna

Frumvarp um fríverslunarsamning við Ísland lagt fyrir Bandaríkjaþing – Ráðherrar fagna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fasteignaverð gæti tekið dýfu

Fasteignaverð gæti tekið dýfu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni