fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Eyjan

Twitter virðist liggja niðri á heimsvísu

Eyjan
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Notendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa átt í vandræðum með að tengjast miðlinum síðustu 30 mínútur eða svo og er farið að bera á pirringi hjá notendum. Samkvæmt síðunni Down Detector virkaði allt með eðlilegum hætti þar til um hádegisbilið þegar að tilkynningum um bilanir fór að hrúgast inn en yfir 40 þúsund slíkar tilkynningar bárust á stuttum tíma.

Erlendir miðlar, meðal annars Reuters, eru byrjaðir að greina frá vandræðunum en Twitter hefur ekki gefið út formlega yfirlýsingu um í hverju vandinn felst.

 

Skjáskot af vef Down Detector

Uppfært 13.20: Samfélagsmiðillinn vinsæli virðist farinn að virka hnökralaust að nýju. Fyrirtækið hefur ekki gefið út hvað gerðist en tugþúsundir notenda tilkynntu um vandræði sín við að skrá sig inn á miðilinn. Bilunin virðist hafa staðið yfir í 40 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt