fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þýskt flugfélag flýgur til Akureyrar og Egilstaða

Eyjan
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 10:32

Vél frá Condor. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska flugfélagið Condor hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða sumarið 2023. Flogið verður frá maí og til loka október í hverri viku bæði milli Frankfurt og Akureyrarflugvallar annars vegar og Frankfurt og Egilsstaðaflugvallar hins vegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélagið Condor flýgur til Íslands. Ferðalangar frá Frankfurt geta bókað flug á tímabilinu sem og farþegar frá Akureyri og Egilsstöðum. Hægt er að bóka flugferðir á vef Condor.

„Ísland er einn af vinsælustu áfangastöðunum í norðri,“ segir Ralf Teckentrup, framkvæmdastjóri Condor í tilkynningunni. „Við hlökkum til að bjóða viðskiptavinum okkar  að uppgötva þennan fjölbreytta og fallega áfangastað. Með tengingu til Akureyrar og Egilsstaða erum við að bregðast við eftirspurn frá fjölmörgum ferðaþjónustuaðilum sem bjóða upp á ferðir á Norður- og Austurlandi.“

„Það er afar ánægjulegt að flugfélagið Condor hafi  ákveði að velja Akureyri og Egilsstaði sem fyrstu áfangastaði sína á Íslandi,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri isavia Innanlandsflugvalla.

„Þessi ákvörðun Condor er afrakstur af öflugu kynningarstarfi Austurbrúar, Isavia Innanlandsflugvalla, Íslandsstofu og Markaðsstofu Norðurlands þar sem áhersla hefur verið lögð á þróun fleiri gátta inn í Ísland. Þá hefur framlag íslenskra stjórnvalda til verkefnisins skipt máli. Öll þessi vinna er farin að bera ávöxt og tökum við fagnandi á móti Condor.“

Þýska flugfélagið Condor hefur verið starfrækt í rúmlega 66 ár. Það flýgur með ríflega níu milljón farþega árlega frá stærstu flugvöllum í Þýskalandi, Sviss og Austurríki til um níutíu áfangastaða víðs vegar um Evrópu, Bandaríkin og Afríku

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki