fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Rósa og Heiða berjast um formannsstólinn

Eyjan
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 15:15

Rósa Guðbjartsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér til formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar. Þar segist hún þekkja sambandið vel en Heiða hefur verið varaformaður þess síðustu fjögur árin.

„Ég vil halda áfram að nútimavæða sambandið og opna það sem samráðs- og samstarfsvettvang sveitarstjórnarfólks. Formaður Sambandsins þarf að tala fyrir þeirri framþróun sem við viljum sjá í íslensku samfélagi, þar eru sveitarfélögin lykilaðilar. Við þurfum að auka samstarf við landshlutasamtök, þjappa saman landsbyggð og höfuðborg þvi okkar markmið falla vel saman. Það þarf að klára tekjuskiptingu þannig við séum fær um að veita þá öflugu þjónustu sem við viljum veita. Þannig byggjum við upp öfluga og spennandi byggð um allt land, húsnæði, atvinnu, menntun og velferð,“ segir ennfremur í tilkynningu Heiðu.

Fyrr í dag greindi Mbl.is frá því að Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

„Tel ég að reynsla mín og fyrri störf komi að góðum not­um inn­an stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og fyr­ir þá mik­il­vægu starf­semi sem fram fer á sam­eig­in­leg­um vett­vangi sveit­ar­fé­laga,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Rósu samkvæmt Mbl.is.

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, lætur af embætti formanns í Sambandi íslenskra sveitarfélaga í haust en hún er ekki lengur kjörgeng sem stjórnarmaður eftir að hún flutti lögheimili sitt nýverið til að sinna nýju starfi, en hún var áður bæjarstjóri Hveragerðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki