fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
Eyjan

Haukur Viðar ræðst að nýju gegn fasteignasölum – „Þjónusta fasteignasala er ekki verðlögð í neinu samræmi við umfang og gæði þeirrar þjónustu sem þeir veita“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 12:03

Haukur Viðar Alfreðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í hagfræði, hefur vakið talsverða athygli fyrir harða gagnrýni sína á störf fasteignasala síðustu misseri. Haukur hefur meðal annars sakað fasteignasala um sjálftöku í formi söluþóknana, brot á samkeppnislögum og hvernig að hagstæðast væri ef eigendur fasteigna myndu selja sínar eignir sjálfir.

Sjá einnig: Haukur gagnrýnir söluþóknanir fasteignasala – 15.000 kr á fermetra og óbreytt vinnuálag

Sjá einnig: Haukur Viðar sakar fasteignasala um fjárkúgun – „Starfa fyrst og fremst fyrir sjálfa sig“

Í nýrri aðsendri grein á Vísi veður Haukur Viðar að nýju í stétt fasteignasala og segir að við skoðun dómasafns beri fasteignasalar, að sínu mati, nánast aldrei ábyrgð:

Í hugum margra koma fasteignasalar með aukið traust og öryggi inn í söluferli fasteigna. Að aðkoma fasteignasala sé ákveðinn gæðastimpill. Eftir að hafa skoðað dómasafn Héraðsdóms[1] og álit Eftirlitsnefndar Fasteignasala[2] á ég hins vegar erfitt með að sjá að það sé raunin. Í þessum málum er einn gegnumgangandi þráður: Skoðunarskylda fasteignasala er mjög lítil, hún er ekki skoðun sérfræðings og takmarkast við það sem fasteignasalinn sér við sjónskoðun. Skoðunarskylda kaupanda er hins vegar gríðarleg. Almennt virkar það því svona:

Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en kaupandi hefði mátt átta sig á við hefðbundna skoðun þá verður sá ágreiningur á milli kaupanda og seljanda. Sem sagt fasteignasalinn sleppur þó hann segi ekki frá gallanum því hann ætti að vera kaupanda svo augljós.

Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en hefði krafist þess að fasteignasali hefði skoðað eignina gaumgæfilega, t.d. kíkt inn í skápa, farið upp í stiga og kíkt inn á milliloft eða háaloft, farið upp á þak eða álíka, þá er það ekki á ábyrgð fasteignasalans. Skoðun fasteignasala er einfaldlega ekki skoðun sérfræðings og krefst einskis meira heldur en að rétt labba um eignina eins og viðvaningur.

Fasteignasali ber ekki ábyrgð á rangfærslum í söluyfirliti nema að það varði atriði sem eru öllum strax ljós að eru röng eða fjallað er um í skjölum sem fasteignasala ber skylda til að afla.

Niðurstaðan er því einfaldlega sú að gott sem öll ágreiningsmál eru á milli kaupanda og seljanda. Fasteignasali ber nánast aldrei ábyrgð. Það sést vel á því að fjöldi dómsmála milli kaupanda og seljanda er talsverður en fasteignasalar eru mun sjaldnar kærðir, og enn sjaldnar dæmdir, þrátt fyrir að það sé góður fjöldi af kærum til Eftirlitsnefndar Fasteignasala vegna tjóns af völdum háttsemi fasteignasala[3].

Telur að starf fasteignasala muni breytast á næstunni

Segir Haukar Viðar að fyrir kaupendur sé því ólíklegt að fasteignasali komi með aukið traust inn í ferlið þar sem kaupandinn sjálfur geri betri úttekt á eigninni en fasteignasalinn og ef seljandinn leynir upplýsingum um galla frá fasteignasala endar ágreiningurinn hvort eð er milli seljanda og kaupanda

Fyrir seljendur koma fasteignasalar ekki með neitt aukið traust en þeir geta komið með ýmsa góða þjónustu, t.d. með því að spyrja viðeigandi spurninga fyrir söluferlið, gerð verðmats og almenn aðstoð við skjalagerð. En þar sem fasteignasalinn gerir enga sérfræðiúttekt á eigninni og ber í raun enga ábyrgð á söluyfirlitinu nema í einstaka tilfellum þá er þjónusta hans ansi dýr verðsmats og tékklista þjónusta.

Að mati Hauks Viðars er mjög skiljanlegt að fólk vilji aðstoð við það að selja og kaupa jafn verðmætar eignir og fasteignir eru.

Raunin er hins vegar sú að þjónusta fasteignasala er ekki verðlögð í neinu samræmi við umfang og gæði þeirrar þjónustu sem þeir veita. Í tæknisamfélagi nútímans er engin ástæða fyrir því að hér haldist stór milligöngustétt sem dregur til sín sparnað seljanda og kaupanda og stingur í eigin vasa. Fasteignasalar munu ekki hverfa af markaðnum, en eðli starfsemi þeirra mun breytast yfir í ráðgjöf á eðlilegra verði samhliða því að tölvutæknin mun sjá til þess að söluferlin séu auðveld fyrir hefðbundið fólk til að stunda sjálft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi borgarstjóri varar sterklega við borgarlínu – „Gott dæmi um óráðsíu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans í fjár­mála­stjórn“

Fyrrverandi borgarstjóri varar sterklega við borgarlínu – „Gott dæmi um óráðsíu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans í fjár­mála­stjórn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarni segir að hægt sé að ná kjarasamningum og vill enn selja hlut ríkisins í viðskiptabönkunum

Bjarni segir að hægt sé að ná kjarasamningum og vill enn selja hlut ríkisins í viðskiptabönkunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þriðjungur heimila glímir við erfiðan fjárhag – Eiga ekki afgang

Þriðjungur heimila glímir við erfiðan fjárhag – Eiga ekki afgang
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun“

„Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Offramboðið af löggum og sjálfboðaliðum á Ólympíumótinu – „Can I hold it for you?”

Offramboðið af löggum og sjálfboðaliðum á Ólympíumótinu – „Can I hold it for you?”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Keyptu sér bara einu sinni samlokur frá Lemon og lofa að gera það ekki aftur

Keyptu sér bara einu sinni samlokur frá Lemon og lofa að gera það ekki aftur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkjaþing samþykkti aðild Finna og Svía að NATO

Bandaríkjaþing samþykkti aðild Finna og Svía að NATO