fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Eyjan

Stefán segir „lífshættulegar hugmyndir“ vera uppi á Íslandi – „Til andskotans með þau sem básúna annað“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 13:45

Stefán Ingvar Vigfússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ingvar Vigfússon, uppistandari og pistlahöfundur, segir í Bakþönkum Fréttablaðsins í dag að „lífshættulegar hugmyndir“ séu á yfirborðinu hér á landi.

Í upphafi Bakþankanna ræðir Stefán um sálfræðinginn Jordan Peterson sem hélt fyrirlestur um helgina í Háskólabíói. „Helgina sem leið hélt vinsæll kanadískur YouTube-ari fyrirlestur í Háskólabíói, sá ku vera sálfræðingur að mennt. Hann skrifaði einu sinni bók stílaða að ungum karlmönnum, hvar hann hvatti þá til þess að borða hollan mat og standa beinir í baki,“ segir Stefán.

„Mörgum þóttu þetta nýstárlegar hugmyndir. Það truflar þá ekkert að umræddur segi konur eingöngu mála sig til þess að tæla samstarfsfólk sitt. Né þótti þeim tiltökumál að hann segi lækna sem framkvæma nauðsynlegar aðgerðir til kynleiðréttingar vera slátrara. Nei, þeim fannst of merkileg sú hugmynd að vingast við fólk sem vill manni vel.“

„Hundarnir eru þeir sömu og sátu umræddan fyrirlestur“

Stefán bendir á þá staðreynd að sömu helgi og fyrirlesturinn var haldinn urðu tímamót í Bandaríkjunum er Hæstiréttur þar í landi snéri við dómi sem tryggði rétt kvenna til þungunarrofs þar í landi.

Þá vitnar Stefán í Brynjar Níelsson, aðstoðarmann dómsmálaráðherra, en Brynjar sagði að um rétta ákvörðun væri að ræða hjá Hæstarétti Bandaríkjanna. Stefán segir Brynjar hafa gert þetta „í ljósi hans takmarkaða skilnings“ á bandarísku lagaumhverfi. „Þetta gerði hann í staðinn fyrir að taka siðferðislega afstöðu.“

Næst talar Stefán um að þessa sömu helgi sem Peterson hélt fyrirlesturinn voru voðverk framin í Osló. „Þessi fyrirlestur, þessa manns sem veitist að tilverurétti kynsegin fólks, var haldinn sömu helgi og skoðanabróðir hans í Noregi fór vopnaður inn á hinsegin bar og myrti tvær manneskjur,“ segir hann.

„Á sama tíma lét þingmaður og alræmdur skattsvikari það endalaust þvælast fyrir sér hvað kona sé nú eiginlega, eins og honum sé ekki drullusama. Þetta er hundaflauta og hundarnir eru þeir sömu og sátu umræddan fyrirlestur.“

„Til andskotans með þau sem básúna annað“

Undir lokin segir Stefán að hér sé látið eins og Ísland sé „hinseginvæn jafnréttisparadís“ en að það sé ekki raunin. „Staðreyndin er sú að þessar lífshættulegu hugmyndir eru á yfirborðinu. Þær eru á Alþingi og þær eru plássfrekar í fjölmiðlum og þeir eru aumir mennirnir sem viðra þær,“ segir hann.

Stefán botnar svo pistilinn með sterkum skilaboðum. „Leghafar eiga að eiga algjört og ótvírætt vald yfir eigin líkama. Trans fólk er til, trans börn eru til – til allrar hamingju. Til andskotans með þau sem básúna annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir sendir Brynjari tóninn – „Gleymum því aldrei“

Sigmundur Ernir sendir Brynjari tóninn – „Gleymum því aldrei“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Frumvarp um fríverslunarsamning við Ísland lagt fyrir Bandaríkjaþing – Ráðherrar fagna

Frumvarp um fríverslunarsamning við Ísland lagt fyrir Bandaríkjaþing – Ráðherrar fagna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fasteignaverð gæti tekið dýfu

Fasteignaverð gæti tekið dýfu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni