fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Flosi skýtur hugmynd Simma Vill í kaf – „Óvenjuleg þvæla“

Eyjan
Föstudaginn 3. júní 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður sem situr í stjórn Atvinnufjelagsins, skrifaði pistill á dögunum þar sem hann velti upp þeirri hugmynd að í stað þess að greiða laun eftir því hvenær sólarhringsins vinnan er unnin, verði tekinn upp sérstakur grunntaxti sem gildi um fyrstu 8 vinnustundirnar.

Rökstuddi hann þessa hugmynd sína með því að hlutastarfsmenn séu oft að fá hærri laun fyrir færri tíma þar sem þeir fái greitt álag fyrir kvöld- og helgarvaktir, en það sé óréttlátt gagnvart þeim launamönnum sem ekki hafi tök á því að vinna þessar vaktir.

„Færst hefur í aukana að einstaklingar vilji frekar vinna seinnipart, kvöld og helgarvinnu í stað dagvinnu. Því ættu þeir launamenn að fá hærri laun en þeir sem vinna á daginn fyrir sama starf? Það er ekki jafnræði, sérstaklega ef það er val viðkomandi launamanns að vinna á kvöldin og um helgar.“

Með þessum dagvinnutaxta væri svo hægt að einfalda umræðu í kringum kjarasamninga og jafna stöðu launamanna innan fyrirtækja og sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu.

Sjá einnig: Simma finnst óréttlátt að fólk sem vinnur um kvöld og helgar fái meira borgað

Segja má að hugmyndir Sigmars hafi farið þvert ofan í marga og hefur þessi hugmynd verið harðlega gagnrýnd og Sigmar sakaður um að vilja lækka laun fólk sem vinnur utan hefðbundins dagvinnutíma. Hafa margir gagnrýnendur bent á að Sigmar sjálfur reki veitingastaði þar sem þorri vakta er einmitt unninn á kvöldin og um helgar.

Sjá einnig: Simmi Vill segist vilja „hækka dagvinnukaup“ í kjölfar gagnrýni netverja – „Ég er ennþá að hlæja yfir Simma“

Ætti kannski ekki að koma á óvart

Einn þeirra sem gagnrýna hugmynd Sigmars er Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Hann svarar Sigmari í grein sem birtist hjá Vísi.

Þar segir Flosi að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Sigmar viðri hugmynd um að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum.

„Það að slíkar hugmyndir séu upp hjá forsvarsmönnum Atvinnufjelagsins á kannski ekki að koma á óvart þeir hafa a áður kynnt hugmyndir um að skerða veikindarétt vinnandi fólks og auka heimildir atvinnurekenda til að lögsækja starfsmenn og gera þá bótaskylda ef þeir hætta í vinnu.“

Flosi rekur að verkalýðshreyfingin hafi áratugum saman barist fyrir því að fólk geti lifað mannsæmandi lífi á dagvinnukaupi. Nú sé eins barist fyrir því að stytta dagvinnutímann til að auka samverustundir fjölskyldna og frítíma.

„Stór skref í þessu hafa verið að afnema það að vinna á laugardögum, stytta vinnudaginn, leggja niður eftirvinnutaxta svo fátt sé nefnt.“

Fyrir þetta er líka verið að greiða með hærra kaupi

Samfélagið og stofnanir miði við dagvinnutímann, en þó séu sum störf þess eðlis að þau þurfi að vinna utan dagvinnutíma. Því hafi verið samið um það að þeir sem þurfi að vinna utan dagvinnu fái álag eða yfirvinnu.

„Rannsóknir sína líka að langvarandi vaktavinna er óholl og getur leitt af sér heilsufarsvandamál og styttri lífslíkur. Fyrir þetta er líka verið að greiða með hærra kaupi.

Með vaktaálögum er verið að hvetja eða þvinga atvinnurekendur til að haga skipulagi þannig að megnið af vinnunni fari fram á daginn og það sé dýrara að vinna á kvöldin og nóttunni.“

Óvenjuleg þvæla

Flosi segir að í hugmynd Sigmars um að ósanngjarnt sé að þeir sem ekki geti unnið á kvöldin fái ekkert vaktaálag, feli í sér að jafna eigi kjör niður á við. Í þessu fælist að svo gott sem enginn starfsmaður „á nokkru veitingahúsi eða í ferðaþjónustu fengi greidda yfirvinnu eða vaktaálag – þau væru alltaf í „dagvinnunni“.“

„Það er svo óvenjuleg þvæla að halda því fram að með því að lækka laun þeirra sem vinna á vöktum þá sé verið að ,,jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis“. Það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulag kjarasamninga og innihald, en það er nú eiginlega lágmark að það sé gert af einhverri þekkingu og standist einhverja skoðun.

Nú eru dagvinnumörk í kjarasamningum frá kl. 8:00 – 17:00 , en hann vil færa þessi mörk í 08:00 til 24:00 ef ég skil hann rétt. Kíkjum á staðreyndir. Sérþjálfaður starfsmaður á veitingahúsi í fullu starfi (172 tímar) í launaflokki 6, sem vinnur eingöngu dagvinnu er með 372,762 kr. í mánaðarlaun eða 2.167,22 kr. á tímann. Ef hann vinnur eingöngu á kvöldin, frá 16:30 til 24:00 – bættist 33% álag á unnar stundir. Mánaðarlaunin eru þá 506.480 kr. eða 2.944,65 á tímann. Hvað telur Sigmar að sanngjarnt sé að lækka tímakaupið á kvöldin mikið til að hækka dagvinnuna og hvaða ,,meðalkaup“ er hann með í huga?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða