fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 08:00

Kristrún Frostadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst því yfir að hann láti af embætti í haust. Af þeim sökum velta margir nú vöngum yfir hver taki við formennsku í flokknum. Meðal þeirra nafna sem oftast eru nefnd í því sambandi eru nöfn Kristrúnar Frostadóttur, þingmanns, og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag og segir að talið sé öruggt að Kristrún muni bjóða sig fram til annað hvort formennsku eða varaformennsku. Meiri óvissa er sögð ríkja um fyrirætlanir Dags. Hvorugt þeirra hefur gefið kost á viðtölum.

Hvað varðar formannstíma Loga sagði Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, að sagan muni minnast Loga frekar vel sem formanns. Hann verði kannski ekki settur í hóp stórra leiðtoga í íslenskum stjórnmálum en hann hafi tekið við flokknum eftir miklar hrakfarir hans 2016 og hafi tekist að halda honum á floti með þrjá þingmenn.

Ólafur sagði að bæði Dagur og Kristrún séu athyglisverðir kostir. Þau búi bæði yfir eiginleikum sem geti gagnast foringjum mjög vel en þetta séu ekki endilega sömu kostirnir hjá þeim báðum.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur ánægður með Ásgeir – „Hafði kjark og þor til að benda á það augljósa“

Vilhjálmur ánægður með Ásgeir – „Hafði kjark og þor til að benda á það augljósa“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Alþingi og stjörnurnar – Þetta er algengasta stjörnumerki íslenskra þingmanna

Alþingi og stjörnurnar – Þetta er algengasta stjörnumerki íslenskra þingmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
„Þú líka Brútus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ólafur segir spennandi að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn

Ólafur segir spennandi að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn