fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“

Eyjan
Miðvikudaginn 15. júní 2022 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og gallharður jafnaðarmaður til áratuga, telur að Samfylkingunni væri betur borgið með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar en Loga Einarssyni, núverandi formanni.

Hann vekur athygli á málinu á Facebook þar sem hann segir Kristrúnu afar efnilega og að ólíkt fyrri formönnum, en þar vísar Össur væntanlega til Loga Einarssonar núverandi formanns og mögulega til Árna Páls Árnasonar forvera hans, hafi Kristrún erindi sem nái bergmáli – eða með öðrum orðum hún sé besti möguleiki Samfylkingarinnar til að ná fyrri stærð eftir fylgistap síðustu missera.

„Hvenær ætlar Samfylkingin að kalla þessa efnilegustu konu íslenskra stjórnmála til forystu?,“ spyr Össur í færslu sinni en með henni deilir hann pistli eftir Kristrúnu sem birtist á mánudag þar sem hún kallaði eftir samstöðu innan pólitíkur og í samfélaginu um að koma heilbrigðiskerfinu aftur í gott horf.

Össur heldur áfram: „Hnífskarpur greinandi með pólitíska framtíðarsýn sem hefur svo sárlega skort síðustu árin, þegar flokkurinn hefur hrakist eins og sprek án sýnilegs sjókorts – og uppskorið fylgi í samræmi við það. Öfugt við síðustu formenn hefur hún erindi, sem nær bergmáli.“

Össur spyr svo beint hvenær Logi ætli að stíga til hliðar og hleypa Kristrúnu að.

„Hvenær ætlar Logi formaður að láta nótt sem nemur og lýsa stuðningi við að Kristrún Frostadóttir verði leiðtogi flokksins sem fyrir 20 árum var helmingi stærri en Sjálfstæðisflokkurinn er í dag? Mín trú er að atgervi og geta Kristrúnar geti aftur lyt Samfylkingunni í oddaaðstöðu í íslenskum stjórnmálum. Spyrjið andstæðingana – eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann er Kristrún.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Alþingi og stjörnurnar – Þetta er algengasta stjörnumerki íslenskra þingmanna

Alþingi og stjörnurnar – Þetta er algengasta stjörnumerki íslenskra þingmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
„Þú líka Brútus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ólafur segir spennandi að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn

Ólafur segir spennandi að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn