fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þorsteinn Már segir orðræðuna um sjávarútveginn skrýtna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júní 2022 09:00

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Mynd-samherji.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var skýrt frá því að það stefni í methagnað sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta ári og að á nokkrum árum hafi eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækja aukist um 100 milljarða. Í tengslum við þetta var rætt um umsvif útgerðarmanna á ýmsum sviðum samfélagsins en þeir hafa fjárfest í fyrirtækjum á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að sér finnist orðræðan um sjávarútveginn stundum vera skrýtin.

Þetta kemur fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu í dag. Þorsteinn sagðist fagna því að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, skipi nefndir um sjávarútveg, sífelldar deilur um umgjörð sjávarútvegsins séu skaðlegar fyrir greinina. Hann sagðist einnig undrast umræðu um að brjóta upp íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sem stunda veiðar á villtum fiski, á sama tíma og Norðmenn valsi um í laxeldi hér á landi.

Hvað varðar auðlindagjaldið sagði hann að sjávarútvegurinn sé mjög sveiflukennd atvinnugrein og veiðiheimildir hafi dregist saman. Auðlindagjaldið sé beintengt afkomu ársins á undan og það sé skynsamleg leið. Það hækki þegar vel gengur og það sé ákvörðun stjórnvalda hverju sinni hversu hátt það á að vera.

Hann benti einnig á að það kosti mikla peninga að fjárfesta í sjávarútvegi og nefndi að Samherji hafi fjárfest fyrir 25 milljarða í landvinnslu og skipum á síðustu fimm árum.

Hægt er að lesa viðtalið við Þorstein Má í heild sinni í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins