fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Íslenska leiðin er dýr fyrir almenning segir Sigmundur – „Á Íslandi borgar almúginn fyrir einangraða visku“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. maí 2022 09:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í gær. Þetta segist bankinn gera til að reyna að halda aftur af verðbólgu. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, fjallar um þessa ákvörðun Seðlabankans í leiðara blaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Klæðlítill keisari“.

Segir Sigmundur að með ákvörðun sinni hafi Seðlabankinn ákveðið að láta heimili landsins og atvinnulífið gjalda fyrir innflutta verðbólgu. „Frammi fyrir ofríki hans stendur almenningur varnarlaus. Hann þarf að játa sig sigraðan gagnvart yfirgangi embættismannavaldsins á Íslandi,“ segir Sigmundur sem segir að miðað við hóflegt húsnæðislán þá hækki mánaðarleg afborgun um tuttugu þúsund á mánuði vegna vaxtahækkunarinnar.

Hann segir að síðasta árið hafi stýrivextirnir hækkað úr 0,75% í 3,75% og jafngildi þetta árás á heimili landsins. „Seðlabankinn ber fyrir sig að allan þennan tíma hafi hann reynt að kveða niður verðbólgu og þenslu á húsnæðismarkaði með reglulegum og endurteknum vaxtahækkunum. Það hefur ekki gengið eftir. Það hefur þvert á móti mistekist,“ segir Sigmundur.

Hann segir að þessi tilraunastefna bankans komi niður á þeim sem síst skyldi, almenningi sem geti ekki annað en greitt það honum ber að greiða. „. En skyldi hann vera nakinn, sjálfur einvaldurinn atarna, eins og í ævintýrasögunni forðum daga? Klæðlítill er hann að minnsta kosti ef horft er til annarra seðlabanka álfunnar sem líta á það sem hagfræðilegu fávisku að hækka vexti í samfélögum sem fá engu ráðið um orsakir og ástæður þeirrar þenslu sem gætir í hagkerfum þeirra. Miklu fremur þurfi að styðja við almenning og atvinnulíf á tímum stríðs og faraldurs. Um þetta eru nítján seðlabankastjórar evrulandanna innan Evrópusambandsins sammála. Og sömuleiðis Christine Legarde, æðsti stjórnandi Seðlabanka Evrópu. Til viðbótar eru fimm virtustu hagfræðingar Evrópu en til samans myndar þessi hópur sérfræðingaráð Seðlabanka Evrópu sem fundar reglulega um leiðir til hagsældar fyrir fólk og fyrirtæki. Það hvarflar ekki að þessum hópi að fara íslensku leiðina,“ segir hann og bætir við að þessi hópur sé algjörlega sammála um að stýrivaxtahækkun slökkvi ekki verðbólugelda, hún helli olíu á þá með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir velferð almennings. „Eina forsendan fyrir því að hækka vexti á nýjaleik sé fólgin í efnahagslegum bata og lægri verðbólgu. Á Íslandi borgar almúginn fyrir einangraða visku. Honum blæðir fyrir stefnu sem hvarflar ekki að öðrum að reka,“ segir hann síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt