fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Eyjan

Kolbrún segir að Viðreisn ætti að sýna djörfung og dug og sameinast Samfylkingunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 09:00

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eðlilegt er að litlir stjórnmálaflokkar reyni að skapa sér sérstöðu þannig að kjósendur taki ekki upp á því að villast á þeim og öðrum flokkum. Einn af litlu flokkunum er Viðreisn, sem í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum rétt slapp inn í borgarstjórn, en meirihlutinn féll þó.“

Svona hefst leiðari Fréttablaðsins í dag en hann skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir. Hún segir síðan að fyrstu viðbrögð forystusveitar Viðreisnar við úrslitunum hafi líkst áköfum aðskilnaðarkvíða og hafi hún tilkynnt að flokkurinn væri í staðföstu bandalagi með öðrum flokkum úr fallna meirihlutanum. „Síðan var eins og forystan áttaði sig á því að kannski gæti flokkurinn átt tilverurétt í borginni án Dags B. Eggertssonar og þá var sagt að þetta bandalag ætti að vara í einhverja daga en þá yrði hugsanlega farið að horfa í aðrar áttir. Þau orð voru fljótlega tekin aftur,“ segir hún og bætir við að skyndilega virðist Viðreisn hafa fengið þá hugdettu að flokkurinn hefði unnið kosningasigur og að það væri hlutverk hans að bjóða Framsóknarflokknum til viðræðna um myndun meirihluta.

„Nú er Viðreisn föst þar sem hún kann best við sig – í námunda við Samfylkinguna. Það er ekki skrýtið því enginn sérstakur munur er á þessum flokkum,“ segir Kolbrún og víkur að hlutverki Viðreisnar í íslenskum stjórnmálum sem hún segir verið orðið óljóst.

„Helstu stefnumál þessa litla flokks eru stefnumál Samfylkingarinnar, samanber Evrópumál og sjávarútvegsmál. Það er því ekki skrýtið að Viðreisn skuli nú leita í faðm Samfylkingarinnar. Kannski ætti Viðreisn að sýna djörfung og dug, ganga hughraust alla leið og sameinast Samfylkingunni. Viðreisn kæmi inn í Samfylkinguna með nokkurn veginn sömu áherslur og þar eru fyrir, en viðbótin væri vottur af nettri og ljúfri hægristefnu, sem þarf líka að finnast í stórum jafnaðarmannaflokki. Verri sameiningar en þessi hafa vissulega átt sér stað í íslenskum stjórnmálum,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga